spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Shogun vs. Henderson...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Shogun vs. Henderson 2

021114-ufc-shogun-vs-henderson-ahn-pi.0_standard_783.0-750x340-1395069884

Á sunnudaginn fer fram UFC Fight Night: Shogun vs. Henderson 2 í Natal í Brasilíu. Af einhverjum ástæðum eru bardagarnir á sunnudegi en það eru fullt af skemmtilegum bardögum á þessu kvöldi. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að missa af þessu bardagakvöldi.

  • Endurtekur sagan sig? Fyrri bardagi Shogun og Henderson er einfaldlega einn besti bardagi sögunnar, hann var ótrúlegur! Það gæti endurtekið sig núna þar sem báðir bardagamenn eru þekktir fyrir að gefa ekkert eftir og það hefur ekkert breyst. Hvorugur bardagamanna er varkár og því gæti þessi bardagi hæglega orðið frábær skemmtun!
  • Boxarinn Shogun: Í síðasta bardaga Shogun rotaði hann James Te-Huna með glæsilegu upphöggi. Shogun hefur verið þekktur fyrir að vera góður sparkboxari en aldrei þekktur fyrir svona “one punch knockout” kraft eins og hann sýndi gegn Te-Huna. Shogun hefur verið að vinna með Freddie Roach og spurning hvort að það skili sér áfram í bardaganum gegn Henderson?
  • Síðasti bardagi Dan Henderson? Einhverjir halda því fram að þetta verði síðasti bardagi Dan Henderson. Hann er orðinn 43 ára gamall, hefur tapað þremur í röð og TRT hefur nýlega verið bannað. Henderson hefur notað TRT áður og spurning hvort hann muni leggja hanskana á hilluna í kjölfar bannsins.
  • Tæknilegt Muay Thai frá Taisumov: Þeir Mairbek Taisumov og Michel Prazeres mætast í skemmtilegum léttvigtarbardaga. Taisumov æfir hjá Tiger Muay Thai í Tælandi og er aðeins 25 ára gamall. Hann gæti því orðið spennandi keppandi í léttvigtinni í framtíðinni og því verður gaman að fylgjast með honum annað kvöld til að sjá hversu góður hann gæti orðið.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular