spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á TUF 22 Finale

Nokkrar ástæður til að horfa á TUF 22 Finale

Frankie-Edgar-vs-Chad-MendesUFC veislan heldur áfram í kvöld þegar TUF Finale fer fram. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Frankie Edgar og Chad Mendes og þá verður nýr sigurvegari The Ultimate Fighter krýndur.

  • Tveir af þeim bestu í fjaðurvigtinni: Þeir Frankie Edgar og Chad Mendes eru óumdeilanlega þeir bestu í fjaðurvigtinni þessa stundina á eftir þeim Jose Aldo og Conor McGregor. Báðir eru þeir frábærir glímumenn með gott box og báðir hafa þeir tapað fyrir núverandi meistara, Jose Aldo. Þetta ætti að verða frábær bardagi en hér má sjá Dan Hardy fara yfir bardagann.
  • Báðir reyna að klára: Þeir Ryan Hall og Artem Lobov eru báðir duglegir að klára bardaga sína en á ólíkan hátt. Bardagamennirnir mætast í úrslitabardaga 22. seríu TUF. Hall er frábær gólfglímumaður og sigraði tvo bardaga í þáttunum með „heel hook“. Lobov rotaði hins vegar þrjá andstæðinga sína og mun reyna hið sama gegn Hall á morgun. Verður það Hall sem nær Lobov í uppgjafartak eða mun Lobov rota Hall?
  • Flugeldar í léttvigtinni: Þeir Edson Barboza og Tony Ferguson mætast annað kvöld og stefnir það í enn einn frábæran bardaga á bardagakvöldinu. Báðir hafa þeir sigrað níu bardaga með rothöggi og er Tony Ferguson einnig lunkinn í gólfinu enda með sex sigra eftir uppgjafartak. Ferguson tekur gjarnan áhættur og fórnar góðum stöðum til að reyna að klára bardagann. Þegar slíkir bardagamenn mæta mönnum eins og Edson Barboza er von á flugeldasýningu.
  • Bónus-vélin: Joe ‘The Human Bonus Machine’ Lauzon mætir Evan Dunham í kvöld. Enginn hefur fengið fleiri frammistöðubónusa í UFC heldur en Lauzon og mun hann eflaust reyna að bæta einum við í kvöld. Lauzon ætlar sér að klára Dunham með uppgjafartaki.

Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3:30.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular