spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Dos Anjos vs....

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Dos Anjos vs. Lee

Á laugardaginn fer fram lítið UFC bardagakvöld í Rochester, New York. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Rafael Dos Anjos og Kevin Lee en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Hver kemst í titilbardaga í veltivigtinni?

Rafael Dos Anjos hefur gengið vel eftir að hafa fært sig upp í veltivigtina en hann tapaði svo titilbardaga um bráðabirgðabeltið í veltivigtinni gegn Colby Covington og svo aftur gegn núverandi meistara Kamaru Usman. Hér fær hér annað tækifæri til þess að koma sér í umræðuna um titilbardaga. Kevin Lee er samt sem áður enginn aukvisi sem hægt er að líta framhjá en hann hefur unnið menn á borð við Michael Chiesa og Edson Barboza. Þetta er einnig frumraun Lee í veltivigtinni eftir að hafa átt erfitt með niðurskurðinn í léttivigtina í síðustu skipti. Sigurvegarinn úr þessum bardaga mun ábyggilega vera kominn nálægt titilbardaga.

Aspen Ladd heldur áfram að standa sig

Aspen Ladd er spennandi bardagakona sem hefur litið afskaplega vel út í fyrstu bardögum sínum í UFC og hefur vakið nokkra athygli. Hún sigraði Linu Lansberg árið 2017 og svo rotaði hún Tonyu Evinger í október síðastliðnum en báðar þessar konur eiga það sameiginlegt að hafa tapað gegn Cris Cyborg. Sigri Ladd bardagann sinn um helgina gegn Sijara Eubanks mun hún vera kominn mjög nálægt titilbardaga í bantamvigt kvenna en á hún möguleika gegn Amöndu Nunes?

Megan Anderson vill fá titilbardaga

Hin ástralska Megan Anderson réði ríkjum í Invicta bardagasamtökum kvenna í fjaðurvigt áður en hún var fengin yfir til UFC. Hún hefur ekki náð sömu hæðum þar en hefur verið að rétta úr kútnum undanfarið og sigraði til að mynda Cat Zingano í umdeildum bardaga í desember. Nú berst hún í síðasta upphitunarbardaga kvöldsins gegn Felicia Spencer (6-0). Sigri Anderson gæti hún mætt Holly Holm aftur í næsta bardaga en þær mættust á UFC 225 þar sem Holm fór með sigur af hólmi (Pun intended!).

Ekki gleyma

Eins og alltaf eru fullt að bardagamönnum sem fólk gæti kannast við fengnir til þess að berjast á þessum minni kvöldum. Á laugardaginn mætast menn eins og Charles Oliveira og Nik Lentz en báðir eru glímumenn með ólíka stíla. Patrick Cummins mætir Ed Herman í gamla manna bardaga og fyrrum andstæðingur Gunnars Nelson, Zak Cummings (ekki skyldur fyrrnefndum Patrick) mætir síðan nýliða.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular