spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox: Lee vs. Iaquinta...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox: Lee vs. Iaquinta 2

UFC on Fox: Lee vs. Iaquinta 2 fer fram annað kvöld þar sem Al Iaquinta og Kevin Lee mætast í endurati. Hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Nær Kevin Lee fram hefndum?

Í aðalbardaganum mætir Kevin Lee hinum grjótharða Al Iaquinta í endurati en fyrsti bardagi þeirra fór fram fyrir fjóru og hálfu ári síðan á UFC 169. Sá bardagi var fyrsti bardagi Lee í UFC og Iaquinta sigraði örugglega. Í kjölfarið flutti Lee frá heimabæ sínum Í Detroit og fór að æfa í Las Vegas hjá Xtreme Couture til þess að bæta sig sem bardagamann.

Lee hefur talað um það í aðdraganda bardagans að þessi útgáfa af honum hafi verið mjög hrá og að hann sé búinn að bæta sig mjög mikið frá því að þeir mættust í fyrsta sinn. Að sama skapi telur hann alla geta séð að Al Iaquinta hafi bætt sig lítið sem ekkert frá því að fyrsti bardagi þeirra fór fram. Fyrri bardaginn þeirra var mjög góður og von er á að sá seinni verði ekki síðri. Í fyrsta bardaganum fengum við líka að sjá þetta gullfallega counter frá Iaquinta: Lee reynir við single leg fellu og Iaquinta counterar með honey hole og reynir við heel hook.

Það er áhugvert að Kevin Lee þykir talsvert sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum, en yfirleitt er það sigurvegari fyrsta bardagans sem þykir sigurstranglegri. Í þessu tilfelli er það þó kannski skiljanlegt – Iaquinta hefur ekki verið sá virkasti og Lee er buinn að taka miklum framförum.

Nær Edson Barboza sér aftur á strik?

Edson Barboza var á mjög flottu skriði fyrir skömmu eftir að hafa sigrað Gilbert Melendez, fyrrum meistarann Anthony Pettis og Beneil Dariush. En þá lenti hann á vegg. Vegg sem heitir Khabib Nurmagomedov. Það var langt kvöld fyrir Barboza sem átti ekki roð í Khabib og var hent um búrið eins og brúðu. Í kjölfarið fékk hans svo bardaga gegn Kevin Lee og gerði Lee eiginlega það sama en Barboza var stöðvaður í fimmtu lotu. Barboza er þó alltaf spennandi og er með betri sparkboxurum í UFC í dag. Rothögg hans gegn Terry Etim 2012 var eitt það flottasta í sögu UFC og rothögg hans gegn Beneil Dariush í fyrra var einnig mjög flott. Bæði voru kjörin rothögg ársins af Sherdog.com og Barboza, sem hefur sigrað 11 af 19 bardögum með rothöggi, er sjaldan eða aldrei í leiðinlegum bardaga.

Andstæðingur hans í þessum bardaga, Dan Hooker, er á góðu skriði og hefur sigrað fjóra í röð gegn sterkum andstæðingum á borð við Gilbert Burns og Jim Miller. Þetta ætti að verða mjög flottur bardagi.

Seinasti UFC viðburðurinn sem fer fram á FOX

UFC hefur verið með viðburði á FOX í sjö ár en því samstarfi er nú að ljúka. UFC hefur gert samning við ESPN og þessi viðburður verður sá seinasti sem verður sýndur á FOX. Á fyrsta FOX kvöldinu mættust Cain Velasquez og Junior Dos Santos þar sem sá síðarnefndi rotaði Velasquez í fyrstu lotu. Geggjaður bardagi og ótrúlegt að það séu liðin sjö ár síðan að hann fór fram!

Ekki gleyma

Það eru margir áhugaverðir bardagar á dagskrá umfram þessa sem eru nefndir hér að ofan. Jim Miller mætir Charles Oliveira í annað sinn í bardaga sem gæti orðið mjög áhugaverður glímuslagur, Sergio Pettis mætir Rob Font í bantamvigtinni en báðir eru ungir og efnilegir og svo er Bobby Green í upphitunarbardögum kvöldsins en hann er alltaf villtur og skemmtilegur.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 20:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular