0

Bjarki og Bjartur berjast í kvöld – hægt að horfa í beinni

Mynd: Snorri Björns

Bjarki Ómarsson og Bjartur Guðlaugsson keppa á Fightstar 16 bardagakvöldinu í London í kvöld. Hægt er að horfa á Mjölnisstrákana í beinni en uppröðun bardaganna má sjá hér.

Bjarki Ómarsson mætir James Hendin en þetta verður hans annar atvinnubardagi. Bjarki sigraði Mehmosh Raza á Fightstar í desember í fyrra og fær nú loksins að berjast aftur. Bjartur Guðlaugsson (2-4) keppir áhugamannabardaga gegn Noah Mannion (2-5) sama kvöld í fjaðurvigt.

Bardagakvöldið hefst kl. 18 á íslenskum tíma en Bjartur er í 12. bardaga kvöldsins. Bjarki er svo í 20. bardaga kvöldsins (þriðji síðasti bardaginn). Erfitt að segja hvenær nákvæmlega þeir berjast en líklega má gera ráð fyrir að Bjarki berjist í kringum 22/23 leytið.

Hægt er að kaupa áhorf á bardagakvöldið í gegnum MMA TV hér. Áhorfið kostar 7,99 pund. Hér má sjá uppröðun bardaganna.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.