spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Holloway vs. Oliveira

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Holloway vs. Oliveira

fight-night-saskatoon-ticket-on-sale_537056_OpenGraphImageÁ sunnudagskvöldið fer fram UFC í borginni Saskatoon í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast fjörkálfarnir Max Holloway og Charles Oliveira en báðir hafa verið á mikilli siglingu.

  • Tveir á uppleið: Max Holloway og Charles Oliveira hafa báðir verið í UFC um nokkurt skeið þrátt fyrir ungan aldur. Bætingin hjá þeim hefur verið eftirtektarverð og á sunnudaginn leiða þeir saman hesta sína. Holloway er 23 ára og kom fyrst í UFC árið 2012, þá aðeins tvítugur, en bardaginn á sunnudaginn verður hans 13. í UFC. Oliveira kom í UFC árið 2010 og hefur átt misjöfnu gengi að fagna. Hann hefur nú sigrað fjóra bardaga í röð en bardaginn um helgina verður hans 14. í UFC.
  • Erick Silva: Erick Silva er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann berst glannalega og reynir alltaf að klára bardagann frá fyrstu sekúndu. Allir sigrar hans hafa komið í fyrstu lotu en þegar hann nær ekki að klára bardagann í fyrstu lotu tapar hann. Það er alltaf gaman að sjá Silva berjast og verður bardaginn á sunnudaginn engin undantekning þar á.
  • Næsti andstæðingur Gunnars? Erick Silva og Neil Magny mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Magny er í 15. sæti styrkleikalista UFC á meðan Erick Silva er ekki á topp 15. Sigurvegarinn hér gæti verið næsti andstæðingur Gunnars en nánast allir á topp 15 listanum eru fráteknir um þessar mundir. Hvort sem sigurvegarinn mæti Gunnari eða ekki verður þetta virkilega áhugaverð viðureign.
  • Áhugaverður bardagi í strávigt kvenna: Þær Maryna Moroz og Valérie Létourneau eigast við í áhugaverðri viðureign í strávigt kvenna. Moroz sigraði mjög óvænt Joanne Calderwood í apríl og verður spennandi að sjá meira af henni. Moroz er 23 ára úkraínsk bardagakona sem hefur sigrað alla sex bardaga sína (fimm eftir „armbar“). Eftir sigurinn á Calderwood komst hún á topp 10 á styrkleikalistanum og verður áhugavert að sjá hvort hún standi undir sætinu á sunnudaginn. Andstæðingur Moroz, Valérie Létourneau, er 7-3 í MMA. Töpin hennar þrjú komu öll utan UFC gegn Claudia Gadelha, Alexis Davis og Sarah Kaufman. Allt konur sem berjast í UFC í dag en Davis og Kaufman berjast í bantamvigt kvenna.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1, aðfaranótt mánudags, en fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22. Áskrifendur af Fight Pass geta horft á alla bardagana á Fight Pass rás UFC.

Hér má sjá frábæra greiningu Robin Black á Max Holloway.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular