spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC: TUF China Finale

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC: TUF China Finale

ufc china

Á morgun fer fram enn eitt UFC bardagakvöldið. Í sannleika sagt eru ekki spennandi bardagar á þessu kvöldi en það er alltaf gaman að horfa á MMA og oft enda svona bardagakvöld á að vera frábær skemmtun. Hver veit nema við munum sjá besta bardaga ársins á morgun?

  • Skemmtilegur veltivigtarbardagi: Aðal bardagi kvöldsins er, eðli málsins samkvæmt, mest spennandi bardagi kvöldsins. John Hathaway berst í fyrsta sinn síðan í Nottingham 2012 og verður gaman að sjá hvernig hann kemur til leiks. Hann mætir Kóreumanninum Dong Hyun Kim sem rotaði Erick Silva í október í fyrra. Það var í fyrsta skipti sem hann klárar andstæðing sinn í UFC síðan 2008! Sigurvegarinn hér kemur sér þægilega fyrir á topp 10 í veltivigtinni og því er þetta afar mikilvægur bardagi fyrir báða aðila.
  • Einhver verður rotaður! Shawn Jordan og Matt Mitrione eru báðir miklir rotarar. Þessir þungavigtarmenn eru mikið fyrir að sveifla leðri og hafa 76% sigra þeirra endað með rothöggi. Það eru því góðar líkur á að einhver verði rotaður í þessum bardaga!
  • Góð tímasetning: Bardagarnir byrja kl 15 en það er ekki um hverja helgi sem bardagaaðdáendur geta horft á bardaga um miðjan dag.
  • Jumabieke Tuerxun: Þessi er 14-0 og á besta aldri. Fáir búast við að hann verði meistari en það verður spennandi að sjá hvernig honum muni vegna í UFC. Enn ein spennandi viðbótin við bantamvigtina.

UFC er að sækja í sig veðrið í Asíu og er þetta annar viðburður þeirra í Kína á þessu ári. Þetta bardagakvöld markar endan á The Ultimate Fighter: China raunveruleikaþáttunum þar sem UFC reynir að finna góða kínverska bardagamenn. Í seríunni kepptu þátttakendur í fjaðurvigt og veltivigt um samning við UFC og munu úrslitin ráðast á morgun. Því miður þurfti að hætta við úrslitabardagann í fjaðurvigtinni þar sem annar keppandinn meiddist. UFC hefur verið duglegt að semja við efnilega bardagamenn í Asíu og munum við fá að sjá þá innan tíðar í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular