Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 bestu bardagakonurnar

Föstudagstopplistinn: 5 bestu bardagakonurnar

Ronda Rousey er ein stærsta stjarnan í UFC í dag og má segja að hún beri MMA kvenna á herðum sér. Vinsældir MMA kvenna hafa rokið upp undanfarin misseri og á Ronda Rousey stóran þátt í því. Það er alltaf erfitt að ákvarða hvaða bardagamenn eru bestir hverju sinni og er hægt að rökræða endalaust hverjir séu bestir. Hér kíkjum við á fimm bestu bardagakonurnar að okkar mati.

5. Alexis Davis

Alexis Davis sigraði Jessica Eye um nýliðna helgi eftir dómaraúrskurð í mjög jöfnum bardaga. Hún hefur sigrað fimm bardaga í röð og bætt mörgum vopnum í vopnabúr sitt. Hún er svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu og æfir hjá Cesar Gracie með mönnum eins og Nick Diaz, Nate Diaz, Gilbert Melendez og Jake Shields. Það verður gaman að sjá hvort hún fái titilbardaga bráðlega en líklegast er Cat Zingano á undan henni í röðinni.

4. Jessica „Jag“ Aguilar

Invicta strávigtar meistarinn Jessica Aguilar er líklega besta bardagakonan í sínum þyngdarflokk. Hún er vel að sér í öllum hliðum MMA og sýnir mikinn andlegan styrk í bardögum sínum. Aguilar samdi við World Series of Fighting (WSOF) eftir að hafa áður barist í Bellator. Í fyrsta bardaga sínum sigraði hún Alidu Gray í fyrstu lotu með lás en þar með varð hún fyrsta konan til að berjast í samtökunum. Aguilar hefur þurft að yfirstíga mikla erfiðleika í einkalífi sínu. Þegar hún var aðeins sex ára gömul þá lést faðir hennar og tíu árum seinna lést bróðir hennar einnig í bílslysi. Næsti bardagi Jag er óráðinn en vonandi fá aðdáendur að sjá hana leika listir sínar sem fyrst.

3. Cat Zingano

Zingano er ein sú besta í sínum þyngdarflokki í UFC. Ósigruð og aðeins einu sinni hefur bardagi hennar farið fyrir dómara. Zingano sigraði Mieshu Tate og fékk stöðu þjálfar í „The Ultimate Fighter“ og titilbardaga gegn Ronda Rousey. Hún varð hins vegar fyrir því óláni að meiðast á hné og þurfti að draga sig úr titilbardaganum. Hné vandamál hafa stoppað uppgang hennar í UFC en áföllin héldu áfram að dynja á henni. Þann 18. Janúar bárust þær fregnir að Mauricio Zingango, eiginmaður og þjálfari Cat, hefði tekið sitt eigið líf. Eftir öll áföllin vonum við þó að hún komi enn sterkari til baka.

2. Cristiane „Cyborg“ Justino

Hin brasilíska Justino er ekkert lík Rousey fyrir utan að vera frábær bardagakona. Justino er gríðarlega sterk og er mjög árásagjörn í bardögum sínum. Justino hefur kraft í höndunum sem geta slökkt ljósin hjá andstæðingum sínum. Justino hefur þó tekið nokkrar rangar ákvarðanir á ferli sínum svo sem að nota ólögleg lyf og að ráða Tito Ortiz sem umboðsmann sinn. Eins og flestir vita þá hafa Tito Ortiz og forseti UFC, Dana White, eldað saman grátt silfur lengi. Þó virðist ferill hennar vera á uppleið aftur eftir að hún losaði sig við Ortiz. Justino segist nú ætla að fara niður um þyngdarflokk til að skora á Rondu Rousey í bantamvigtarflokknum. Fyrst þarf hún hins vegar að semja við UFC.

Ronda-Rousey-mcmann

1. Ronda Rousey

UFC Bantamvigtar meistarinn Rousey er ein hæfileikaríkasta bardagakona í heimi. Rousey hlaut brons verðlauna í júdó á Ólympíuleikunum 2008. Það eru ekki margir sem hafa náð að nota júdó hæfileika sína innan hringsins eða búrsins í MMA jafn vel og henni. Hún getur tekið niður næstum hvern sem er með  frábærum köstum sínum. Rousey hefur klárað 8 af 9 bardaga sína á armbar og margir spekingar, svo sem lýsandinn Joe Rogan hjá UFC, telja hana vera með fullkomna tækni þegar kemur að armbar. Rousey er gullfalleg, hæfileikararík, ung og er sú sem UFC bindur mestar vonir við tekjulega séð þar sem stórstjörnur eins og Georges St-Pierre og Brock Lesnar eru nú hættir.

 

 

 

spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular