spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNýr meistari: Miesha Tate

Nýr meistari: Miesha Tate

miesha tate

Við höldum áfram að kynna til leiks nýja UFC meistara líkt og við gerðum í janúar þegar Dominick Cruz hirti beltið af T.J. Dillashaw. Um síðastu helgi var það Miesha Tate sem sigraði Holly Holm og varð nýjasti UFC meistarinn.

Það var auðvelt að samgleðjast með Mieshu Tate þegar hún fékk loksins UFC beltið um mittið. Tate hefur árum saman verið sú næstbesta í bantamvigt kvenna. Hún hefur staðið í skugga Rondu Rousey síðan þær mættust fyrst í búrinu árið 2012. Nú er hún UFC meistarinn og þar af leiðandi sú besta í heimi í bantamvigt kvenna.

Ronda-Rousey-and-Miesha-Tate-TUF-18-Coaches-478x2701

Miesha Tate segist hafa verið strákastelpa á sínum yngri árum. Hún lék sér frekar úti með strákunum og var mikið í íþróttum sem krakki. Hún glímdi á skólaárum sínum með strákunum í skólanum og varð ríkismeistari í sínum kvennaflokki árið 2005.

Eftir skólann langaði henni að keppa meira og ákvað að kíkja á MMA æfingu. Eftir æfingar í nokkra mánuðu tók hún sinn fyrsta bardaga þar sem hún tapaði eftir að hornið ákvað að stöðva bardagann. Tate var að eigin sögn aðeins of kurteis í bardaganum og glímdi bara án þess að lemja frá sér í gólfinu. Hún sigraði næstu fimm bardaga og ákvað að fara í atvinnumennskuna.

Miesha Tate hefur barist sem atvinnumaður í MMA síðan árið 2007 og hefur öðlast mikla reynslu í 23 bardögum. Til samanburðar hefur Ronda Rousey barist 13 sinnum og Holly Holm 11 sinnum. Það sem þær tvær hafa hins vegar framyfir Tate er mikil keppnisreynsla í öðrum íþróttum, þ.e. júdó og hnefaleikum. Tate er með bakgrunn í ólympískri glímu en keppti aldrei á stærstu mótum íþróttarinnar.

Miesha Tate er ekki best í neinu. Hún er hins vegar mjög góð í nánast öllu og hefur komist mjög langt á hörku og hjarta. Snemma á ferlinum barðist Tate í hinum og þessum samböndum en festi sig í sessi í Strikeforce árið 2010. Eftir að hafa unnið lítið mót fékk hún tækifæri til að skora á ríkjandi meistara, Marloes Coenen. Hin hollenska Coenen hafði tekið titilinn af Sarah Kaufman sem hafði sigrað Tate árið 2009. Tate gerði sér hins vegar lítið fyrir og sigraði Coenen með „arm-triangle“ í fjórðu lotu og varð Strikeforce meistarinn. Alls ekki ósvipað atburðarrás sem átti sér stað núna nýlega.

Coenen_Tate_14_large

Í sinni fyrstu titilvörn mætti Tate sjálfri Rondu Rousey sem hafði aðeins barist fjórum sinnum á ferlinum. Tate varðist vel en Rousey var óstöðvandi. Í lok fyrstu lotu var olnbogi Tate í steik og sigur Rousey með „armbar“ var í höfn. Eftir góðan sigur gegn Julie Kedzie fluttist Tate ásamt ýmsum úr Strikeforce yfir í UFC.

Fyrsti bardagi Mieshu Tate var gegn Cat Zingano. Bardaginn var harður og var valinn bardagi kvöldsins en það var Zingano sem sigraði að lokum með svakalegum hnjám og höggum. UFC beltið virtist fjarlægt og Zingano átti að fá næsta tækifæri gegn Rousey. Heppnin var hins vegar með Tate þegar Zingano meiddist á hné og Tate fékk að skora á Rousey á UFC 168. Eftir rúmar tvær lotur varð niðurstaðan hins vegar sú sama, „armbar“ og titildraumar Tate virtust að engu orðnir.

miesha-tate-post-ufc-196-belt
Örlögin urðu hins vegar önnur eins og komið hefur í ljós. Rousey tapaði beltinu nokkrum árum síðar og á sama tíma hafði Tate sigrað fjóra andstæðinga í röð og var því klár í slaginn. Nú stendur hún uppi sem sigurvegari og UFC meistari í bantamvigt kvenna. Næst á dagskrá fyrir hana er hins vegar þriðji bardaginn gegn Rousey sem þýða miklir peningar en mikil áhætta. Við skulum samt ekki afskrifa Tate, hún hefur sýnt það og sannað að hún er alltaf hættuleg geri andstæðingurinn hin minnstu mistök.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular