spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentONE: Big Bang II úrslit

ONE: Big Bang II úrslit

Mynd: ONE Championship.

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapúr í dag. Einungis þrír MMA bardagar voru á dagskrá á þessu bardagkvöldi.

Í síðasta MMA bardaga dagsins áttust við Kim Jae Wong (5-4) og Tetsuya Yamada (26-8-2). Fyrirfram var ekki búist við öðru en að Tetsuya Yamada myndi sigla heim öruggum sigri gegn Wong. Wong náði flottum olnboga á Tetsuya Yamada í fyrstu lotu sem náði að opna skurð á enni Yamada. Wong var með yfirhöndina allan tímann í bardaganum og náði að klára bardagann með höggum í gólfinu í annarri lotu. Mjög stór sigur hjá Wong í dag.

Tilþrif dagsins átti Rade Opacic í kickbox bardaga þegar hann rotaði Errol Zimmerman í annarri lotu með snúnings hælsparki.

Úrslit ONE: Big Bang II

Muay Thai fluguvigt: Jonathan Haggerty sigraði Taiki Naito eftir dómaraákvörðun.
Kickbox léttvigt: Nieky Holzken sigraði Elliot Comton með tæknilegu eftir 1:36 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Kim Jae Wong sigraði Tesuya Yamada með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.
Kickbox þungavigt: Rade Opacic sigraði Errol Zimmerman með rothöggi eftir 1:35 í 2. lotu.
Veltivigt: Tyler McGuire sigraði Agilan Thani eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Chen Rui sigraði Ali Motamed með tæknilegu rothöggi eftir 1:56 í 1. lotu.

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild sinni:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular