spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentONE: Big Bang úrslit

ONE: Big Bang úrslit

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapúr í dag. Covid setti mark sitt á kvöldið þar sem aðalbardagi kvöldsins féll niður. Aðalbardaginn fell út vegna Covid og í kjölfarið bættust þrír nýjir bardagar við á kvöldið.

Aðalbardagi kvöldsins átti vera léttþungavigtar titilbardagi í kickboxi milli Murat Aygun og Roman Kryklia. Kryklia greindist með Covid-19 í gær og var bardaganum aflýst. One Championship er með lager af bardagamönnum sem eru staðsettir í Singapúr vegna næstu bardagakvölda ONE sem fara öll fram í Singapúr á komandi vikum. Fundinn var nýr andstæðingur fyrir Aygun og tveimur bardögum að auki bætt við kvöldið – einum kickbox bardaga og einum MMA bardaga (kvennabardagi í atómvigt milli Bi Nyguyen og Jihin Radzuan).

Í aðal MMA bardaga kvöldsins mættust Garry Tonon og Koyomi Matsushima. Fyrstu tvær loturnar fóru fram í gólfinu þar sem Tonon líður best. Í lok fyrstu lotu var Tonon nálægt því að klára bardagann með uppgjafartaki en bjallan bjargaði Matsushima. Þriðja lotan fór fram standandi og sigldi Tonon sigrinum heim eftir dómaraákvörðun. Eftir bardagann skoraði Tonon á fjaðurvigtarmeistarann Thanh Le. Thanh Le er fimmtu gráðu svartbeltingur í Taekwondo og verður sú viðureign án efa áhugaverð.

Tilþrif kvöldsins átti Suður-Afríkumaðurinn Bokang Maunyane þegar hann rotaði fyrrum ONE strávigtarmeistaran Rene Catalan í fyrstu lotu eftir aðeins 37 sekúndur. Í lok kvöldsins var tilkynnt að Demetrious Johnson mun berjast á móti ONE fluguvigtarmeistaranum Adrian Moraes þann 24. febrúar á næsta ári.

Úrslit ONE: Inside the Matrix II

Kickbox fjaðurvigt: Marat Grigorian sigraði Ivan Kondratev með rothöggi í annarri lotu.
Fjaðurvigt: Garry Tonon sigraði Koyomi Matsushima eftir dómaraákvörðun.
Kickbox Léttþungavigt: Murat Aygun sigraði Anderson Silva eftir dómaraákvörðun.
Kickbox Fjaðurvigt: Andy Souwer sigraði Zhang Chunyu eftir dómaraákvörðun.
Strávigt:
Bokang Masunyane sigraði Rene Catalan með rothöggi í fyrstu lotu.
Atómvigt kvenna: Jihin Radzuan sigraði Bi Nguyen eftir dómaraákvörðun.
Atómvigt kvenna :
Ritu Phogat sigraði Jomary Torres með tæknlegu rothöggi í þriðju lotu.

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild sinni:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular