spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentONE Championship: Þrefaldi meistarinn Anatoly Malykhin missti þungavigtartitil sinn í fyrsta tapi...

ONE Championship: Þrefaldi meistarinn Anatoly Malykhin missti þungavigtartitil sinn í fyrsta tapi ferilsins

Anatoly Malykhin og Oumar Kane mættust í titilbardaga fyrir MMA þungavigtartitil ONE Championship í gær (föstudag) á ONE 169 sem haldið var í Bangkok, Tælandi. Oumar Kane sigraði á klofinni dómaraákvörðun og tók bæði beltið og núllið af Anatoly Malykhin en hann var 14-0 sem atvinnumaður komandi inn í þennan bardaga.

Með sigrinum varð Oumar Kane firsti Afríski meistarinn í sögu ONE Championship. Kane kemur frá Senegal og færði sig yfir í MMA árið 2019 eftir farsælan glímuferil.
Anatoly Malykhin var fyrir bardaginn millivigtar-, léttþungavigtar- og þungavigtarmeistari í ONE en tapið gegn Kane er hans fyrsta á ferlinum.

Bardaginn sem fór allar 5 loturnar var jafn en kannski ekki mikið fyrir augað. Mikið hnoð og eitthvað um vindhögg.
Kane náði að slá Malykhin niður í 4. lotu og var að lokum krýndur sigurvegari eftir að 2 af 3 dómurum gáfu honum sigurinn. Hornið hans fagnaði úrskurðinum gífurlega og þurfti Herb Dean dómari að forða sér undan í flýti eins og sést í myndbandinu að neðan.

Í co-main bardaganum mættust Rodtang og Jacob Smith fyrir fluguvigtartitil ONE í Muay Thai. Rodtang sem sigraði bardagann á einróma ákvörðun, rétt eins og síðast þegar þeir mættust, missti vigt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rodtang nær ekki vigt en hann þurfti að borga andstæðingi sínum prósentu af vinnigsféinu.

Adriano Moraes og Kade Ruotolo börðust einnig á viðburðinum og sigruðu þeir báðir sína bardaga með uppgjafartaki. Kvöldið innihélt 5 MMA, 2 Kickbox og 4 Muay Thai bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular