spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCarlos Prates afgreiddi Magny

Carlos Prates afgreiddi Magny

Brasilíumaðurinn Carlos Prates var ekki lengi að afgreiða sitt stærsta verkefni síðan hann gekk til liðs við UFC. Prates og Niel Magny mættust í aðalbardaga APEX-kvöldsins í nótt og var búist við því að Prates myndi sigra Magny en yfirburðirnir voru meiri en búist var við. Prates sigraði með KO þegar um 10 sekúndur voru eftir af fyrstu lotu.

Carlos Prates aflaði sér mikillar keppnisreynslu áður en hann skrifaði undir hjá UFC. Hann hefur barist yfir 100 Muay Thai-bardaga og er með þó nokkra kickbox-reynslu líka. Ferilskráin talar sínu máli og er Prates líklega einn mest spennandi striker sem veltivigtardeildin hefur upp á að bjóða.

Flestir héldu fyrir bardagann að Magny væri einfaldlega á leiðinni til slátrunar. En Magny kom inn í búrið með gameplan sem dugði nánast yfir fyrstu lotu. Það var að neyða Prates til að clincha við sig og reyna að taka Prates í gólfið í gegnum single leg takedown þar sem Magny gæti sýnt yfirburðargetu í gólfinu.

Magny náði Prates einu sinni í gólfið þar sem hann var sjáanlega stærri og reyndari aðilinn en Prates tókst að vinna sig aftur upp og verjast öðrum tilraunum Magny til að fara með bardagann í gólfið. Þegar Prates var búinn að leysa þetta vandamál og upplegg Magny hafði hætt að virka tók Prates algjörlega yfir bardagann og varð Magny örvæntingarfullur og óöruggur í sínum aðgerðum.

Prates náði Magny með standandi olnboga sem var nálægt því að binda enda á bardagann en Magny tókst að kaupa sér auka tíma með hliðarhreyfingum og fjarlægð. Rétt undir lok fyrstu lotu hitti Prates vinstri krók sem hitti í gagnaugað á Magny og slökkti ljósin.

Prates kallaði svo eftir bardaga gegn Jack Della Madalena á UFC 312 í Ástralíu.

https://twitter.com/i/status/1855436800346697933
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular