spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentONE: Fists of Fury úrslit

ONE: Fists of Fury úrslit

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapúr í dag. Sex bardagar voru á dagskrá en aðeins einn þeirra var MMA bardagi.

Mikil eftirvænting var fyrir þessum eina MMA bardaga kvöldsins en þar þreytti hin 16 ára Victoria Lee frumraun sína gegn Sunisa Srisen (4-1).

Victoria Lee mætti mjög einbeitt til leiks og stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda. Í byrjun fyrstu lotu náði Victoria nokkrum góðum höggum á Srisen. Srisen náði fellu um miðja lotuna en Victoria náði strax að koma sér í góða stöðu í gólfinu og komst ofan á. Þar lét hún höggin dynja á Srisen í bland við tilraunir til að ná hengingunni. Fyrir bardagann hafði Victoria lýst yfir að hún ætlaði að klára bardagann í fyrstu lotu. Það náðist ekki, en hún reyndi svo sannarlega að ná því markmiði.

Í annarri lotu gekk Victoria hreint til verks, náði Srisen fljótlega í gólfið og kláraði bardagann með „rear naked choke“ á fyrstu mínútu lotunnar. Í viðtali eftir bardagann sagðist hún vera vonsvikin yfir því að hafa ekki klárað bardagann í fyrstu lotu. Hún þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, hún leit virkilega vel út og sýndi að þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára, í sínum fyrsta atvinnubardaga að hún á fullt erindi í ONE Championship. Það verður gaman að fylgjast með bardagaferli hennar þróast í framtíðinni, framtíðin er svo sannarlega hennar.

Hér er hægt að horfa á bardgann í heild sinni:

Úrslit ONE: Fists of Fury

Kickbox fjaðurvigt titilbardagi: Ilias Ennahachi sigraði Superlek Kiatmoo9 eftir dómaraákvörðun
Kickbox fjaðurvigt: Giorgio Petrosyan sigraði Davit Kiria eftir dómaraákvörðun.
Kickbox fluguvigt: Rodtang Jitmuangnon sigraði Tagir Khalilov eftir klofna dómaraákvörðun
Kickbox bantamvigt: Hiroki Akimoto sigraði Zhang Chenglong eftir dómaraákvörðun
Muay Thai strávigt kvenna: Jackie Buntan sigraði Wondergirl Fairtex eftir dómaraákvörðun.
Atómvigt kvenna: Victoria Lee (1-0) sigraði Sunisa Srisen (4-2) með uppgjarfartaki (rear naked choke) í annarri lotu.

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular