Upp hefur komið sá orðtómur að draumabardagi Dana White gæti orðið að veruleika.
Fyrrverandi UFC þungavigtarmeistarinn Brock Lesnar og fyrrverandi PRIDE þungavigtameistarinn Fedor Emelianenko hafi báðir sést í Las Vegas fyrir UFC 168 nú í kvöld. Þetta þykir sérstaklega áhugavert þar sem Fedor Emelianenko sést afar sjaldan á UFC viðburðum.
Mikill orðrómur hefur verið innan MMA heimsins að Lesnar sé að koma aftur í UFC en muni aðeins berjast tvisvar á ári og þá aðeins gegn stórum nöfnum. Talið er að UFC haldi blaðamannafund á sunnudagskvöldið og þar verði Brock kynntur.
Líklegast eru þessar fréttir rangar en alltaf má láta sig dreyma. UFC er nú þessa dagana að kynna “UFC Fight Pass” og það gæti hugsanlega verið að Fedor og Lesnar séu að kynna hann.
Hér eru algengar spurningar varðandi “Fight Pass”