Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaSkemmtileg saga af snillingnum Anderson Silva

Skemmtileg saga af snillingnum Anderson Silva

28218

Síðasti bardagi Anderson Silva áður en hann hélt í UFC var í Cage Rage í Englandi gegn Tony Fryklund um millivigtartitilinn þar. Silva hafði varið titilinn tvisvar áður með sigrum á Jorge Rivera og Curtis Stout. Bardagann má sjá hér að neðan en hann rotaði Fryklund með ótrúlegu olnbogaskoti, eitthvað sem hefur aldrei sést í MMA. Sagan á bakvið olnbogaskotið er afar skemmtileg og frábært dæmi um snillinginn Anderson Silva.

Anderson Silva rotaði Tony Fryklund með “reverse elbow”, en þetta er tækni sem hefur aldrei sést áður í MMA og ekki heldur eftir þetta rothögg. Anderson Silva hafði séð þetta í gamalli kung-fu mynd og ákvað að leika sér með þetta á æfingu daginn eftir. Þjálfarar hans höfðu enga trú á að þetta myndi virka og sögðu honum að hætta að æfa þetta þar sem þetta væri tilgangslaus tækni. Hann hélt hins vegar áfram að æfa þennan olnboga heima hjá sér og lét eiginkonu sína halda á púða á meðan hann æfði þennan olnboga.

Í búningsklefanum fyrir bardagann lét hann einn svona olnboga flakka á púðana en þjálfarar hans sögðu að þetta væri bara vitleysa og myndi aldrei virka. Eftir um 2 mínútur í fyrstu lotu hafði Anderson Silva rotað Fryklund með þessum “reverse elbow”. Þetta er frábært dæmi um snilldina á bakvið Anderson Silva, maður veit aldrei hvað hann tekur upp á að gera! Hver hefði búist við því að Silva myndi rota Belfort með “front kick” í andlitið á sínum tíma? Anderson Silva er óútreiknanlegur bardagamaður og gríðarlega klókur. Mike Tyson sagði á sínum tíma “tough guys don’t last long in combat sports; smart guys do” og á það ótrúlega vel við Anderson Silva. Hver veit nema Anderson Silva geri eitthvað algjörlega óútreiknanlegt og ótrúlegt í kvöld eins og hann hefur oft sýnt áður.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular