Nýjustu fregnir herma að Michael Bisping og Rashad Evans verði í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Það bendir til að Darren Till hafi afþakkað bardagann gegn Gunnari Nelson.
Fyrr í vikunni greindi John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars, að UFC hafi boðið Gunnari og Darren Till að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Gunnar samþykkti og var beðið eftir samþykki Till. Ekkert hefur borið á samþykki Till en sjálfur sagðist hann ekkert kannast við bardaga gegn Gunnari.
Nú segir blaðamaðurinn Ariel Helwani að bardagi Michael Bisping og Rashad Evans sé í pípunum. Bardaginn yrði þá aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í London þann 17. mars.
A main event fight between Michael Bisping & Rashad Evans is on the table for the London card on March 17. It’s currently being discussed/considered but not finalized yet. A decision will be made soon. Would be a rematch of UFC 78’s headliner, which Evans won via split decision.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 27, 2018
Með þeim fréttum er nánast hægt að útiloka að Gunnar fái Darren Till í London. Till hefur verið að eltast við Stephen Thompson bardagann enda er það bitastæðari bardagi fyrir hann.
Bardagi Bisping gegn Evans yrði þá kveðjubardagi Bisping enda ætlar hann að leggja hanskana á hilluna eftir sinn næsta bardaga. Bardaginn hefur þó ekki enn verið staðfestur og er þetta því einungis orðrómur sem stendur.