spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOrðrómur: Michael Bisping og Rashad Evans í aðalbardaganum í London

Orðrómur: Michael Bisping og Rashad Evans í aðalbardaganum í London

Nýjustu fregnir herma að Michael Bisping og Rashad Evans verði í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Það bendir til að Darren Till hafi afþakkað bardagann gegn Gunnari Nelson.

Fyrr í vikunni greindi John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars, að UFC hafi boðið Gunnari og Darren Till að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Gunnar samþykkti og var beðið eftir samþykki Till. Ekkert hefur borið á samþykki Till en sjálfur sagðist hann ekkert kannast við bardaga gegn Gunnari.

Nú segir blaðamaðurinn Ariel Helwani að bardagi Michael Bisping og Rashad Evans sé í pípunum. Bardaginn yrði þá aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í London þann 17. mars.

Með þeim fréttum er nánast hægt að útiloka að Gunnar fái Darren Till í London. Till hefur verið að eltast við Stephen Thompson bardagann enda er það bitastæðari bardagi fyrir hann.

Bardagi Bisping gegn Evans yrði þá kveðjubardagi Bisping enda ætlar hann að leggja hanskana á hilluna eftir sinn næsta bardaga. Bardaginn hefur þó ekki enn verið staðfestur og er þetta því einungis orðrómur sem stendur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular