spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOrðrómur: Tyron Woodley mætir Nate Diaz á UFC 219?

Orðrómur: Tyron Woodley mætir Nate Diaz á UFC 219?

Sá orðrómur gengur nú um netheima að næsta titilvörn Tyron Woodley verði gegn Nate Diaz. Bardaginn yrði aðalbardaginn á UFC 219 þann 30. desember.

UFC á enn eftir að staðfesta aðalbardagann á UFC 219. Lengi var talað um bardaga Holly Holm gegn Cyborg Justino í fjaðurvigt kvenna en UFC tókst ekki að klára þann bardaga. Þá var talið að Conor McGregor myndi vera í aðalbardaga kvöldsins en það var alltaf að fara að verða erfitt og líklegra að hann berjist á fyrsta þriðjungi næsta árs. Nýjasti orðrómurinn er sá að veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley muni verja titil sinn á UFC 219.

Woodley sagði á dögunum við FloCombat að búast mætti við tilkynningu á næstu dögum um sinn næsta bardaga. Woodley þráir ekkert heitar en að vera stórt nafn og sagði hann að enginn í hans þyngdarflokki gæti fært honum það eða stóra bardaga.

Í gær hélt svo Chris Taylor hjá BJPenn.com því fram að Nate Diaz væri kominn með sinn næsta bardaga.

Ariel Helwani kvaðst svo hafa heyrt þann orðróm að næsti andstæðingur Tyron Woodley verði Nate Diaz.

Þetta kemur heim og saman við ummæli Tyron Woodley á dögunum. Eftir bardagana gegn Conor McGregor er Nate Diaz orðinn eitt stærsta nafnið í UFC. Hann hefur bæði barist í léttvigt og veltivigt í UFC og virðist hann vera andstæðingurinn sem um ræðir fyrir Tyron Woodley. Nate Diaz er 3-3 í veltivigt og er þetta bardagi sem kæmi verulega á óvart ef hann yrði staðfestur. Með tilliti til allra styrkleikalista og hver á rétt á næsta titilbardaga þá er þessi bardagi ansi skrítinn. Ekkert er þó staðfest ennþá og einungis orðrómur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular