spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÓtrúleg tölfræði Max Holloway

Ótrúleg tölfræði Max Holloway

Embed from Getty Images

Max Holloway átti ótrúlega frammistöðu þegar hann sigraði Calvin Kattar eftir dómaraákvörðun á laugardaginn. Holloway var magnaður á laugardaginn eins og tölurnar sýna.

Max Holloway var einfaldlega miklu betri en Calvin Kattar og vann nokkrar lotur með miklum yfirburðum. Hann raðaði inn höggunum og hefði hornið getað stöðvað bardagann að margra mati.

Holloway lendir alltaf gríðarlega mikið af höggum og gerði það svo sannarlega á laugardaginn en MMA Junkie hefur tekið saman áhugaverða tölfræði eftir bardagakvöldið.

Holloway lenti 447 höggum yfir loturnar fimm gegn Kattar en aldrei áður hefur bardagamaður lent svo mörgum höggum í bardaga í UFC. Fyrra metið var 361 högg í einum bardaga og bætti hann því metið ansi mikið.

Holloway lenti 141 höggi í 4. lotu en aldrei áður hefur bardagamaður lent jafn mörgum höggum í einni lotu.

Þetta var 12. bardagi Holloway þar sem hann lendir 100 höggum eða meira í bardaga en það er met.

Holloway hefur lent 2.805 höggum í 24 bardögum í UFC. Enginn hefur lent fleiri höggum en Holloway í sögu UFC en Georges St. Pierre er í 2. sæti (2.591 högg) og Frankie Edgar í 3. sæti (2.339 högg).

Í 24 bardögum hefur Max Holloway aldrei verið sleginn niður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular