spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOvereem og dos Santos í Twitter orrustu - Mætast þeir á UFC...

Overeem og dos Santos í Twitter orrustu – Mætast þeir á UFC 194?

Alistair OvereemÞungavigtarmennirnir Alistair Overeem og Junior dos Santos áttu nýverið í orðaskiptum á Twitter. Núna gæti verið tíminn fyrir þennan spennandi bardaga.

Kapparnir hafa lengi eldað grátt silfur saman án þess að hafa barist. Overeem hefur ekkert barist síðan hann sigraði Roy Nelson í mars á meðan dos Santos er að jafna sig eftir hnéaðgerð. Overeem er þreyttur á að bíða eftir dos Santos og tók málin í sínar hendur.

Báðir virðast tilbúnir til að mæta hvor öðrum og ætti því fátt að koma í veg fyrir þennan bardaga. Overeem og dos Santos áttu upphaflega að mætast í maí 2012 en Overeem féll á lyfjaprófi í aðdraganda bardagans og fékk ársbann. Dos Santos var þá ríkjandi meistari og mætti þess í stað Frank Mir sem hann sigraði. Það er því eilítið fyndið að dos Santos hafi sett kassamerkið USADA í tístið sitt en USADA sér um lyfjapróf í UFC.

Ári síðar áttu þeir aftur að mætast en í þetta sinn meiddist Overeem og kom Mark Hunt í hans stað (sem dos Santos sigraði einnig). Dos Santos hefur verið frá vegna meiðsla allt árið en gaf út að hann verði tilbúinn til að berjast í nóvember.

Það gæti verið gaman að sjá þessa jötna á ofurbardagakvöldinu UFC 194 þann 12. desember. UFC 194 ætlar að toppa UFC 189 en á bardagakvöldinu mætast þeir Conor McGregor og Jose Aldo. Þá mun millivigtarmeistarinn Chris Weidman mæta Luke Rockhold. Bardagi dos Santos og Overeem yrði frábær viðbót við frábært bardagakvöld.

MMA: UFC Fight Night-dos Santos vs Miocic

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular