Paddy “The Baddy” Pimblett stendur undir viðurnefni sínu þessa daganna en myndband af honum í skipulögðum “gym bardaga” var að birtast á netinu þar sem hann neitar að sleppa eftir að andstæðingurinn tappaði og þurftu viðstaddir að rífa hann af.
Paddy og Denis Frimpong sem barðist við liðsfélaga Paddy, George Stains, hafa verið að eiga í erjum á internetinu undanfarið og ákvaðu þeir að leysa málin í gymminu hans Frimpong. Þetta á víst að hafa byrjað þegar Frimpong svaraði athugasemdum aðdáenda sem vonaðist eftir að sjá Paddy á UFC London viðburðinum. Frimpong sagði: “Hann verður ekki í formi fyrir Vegas, hvað þá fyrir London”
Þeir hafa síðan verið að rífa kjaft við hvorn annan í gegnum persónuleg skilaboð og á endanum ákveðið að þetta væri rétta leiðin til þess að leysa málin.
Paddy náði bakinu á Frimpong og læsti inn rear naked choke´inu en þegar Frimpong tappar neitar Paddy að sleppa og þurftu viðstaddir að rífa hann af eins og sést í myndböndunum hér að neðan
Atvikið má sjá hér neðan í instagram pósti Happypunch og sparrið í heild sinni á Youtube.