Þrátt fyrir að vera ekki að keppa í sömu vigt sem stendur hafa Paddy Pimplett og Ilia Topuria skipst á skotum í gegnum tíðina og nú hefur Pimplett varað Topuria við því að færa sig upp í léttvigtina. Í viðtali við Daniel Cortez var Pimplett ómyrkur í máli um möguleika Topuria í léttvigtinni.
Hann er dvergur, fólk áttar sig ekki á því hversu mikið stærri maður ég er heldur en Topuria. Ég myndi elska að fá að mæta honum augnliti til augnlitis, þá gæti fólk fengið að sjá hversu mikið stærri ég er,“ sagði Pimplett. Þá telur Pimplett að Topuria hafi fengið tækifæri á titilbardaga mjög fljótt út af því að Alexander Volkanovski hafi verið búinn að hreinsa út fjaðravigtardeildina. Hann var bara búinn að sigra Bryce Mitchell og Josh Emmett og fékk titilbardaga, hann þurfti ekki einu sinni að sigra Brian Ortega, Yair Rodriguez eða Arnold Allen fyrst. Pimplett sagði þá að hann væri ekki viss um hvort Topuria hefði rotað Volkanovski ef Volkanovskai hefði ekki verið steinrotaður af Islam Makhachev.
Pimplett er þá spenntur fyrir að sjá hvernig seinni bardagi milli Topuria gegn Volkanovski fer en sagði þá að ef Topuria sigrar þann bardaga og sigrar svo Diego Lopez þá sé ekki mikið eftir í fjaðurvigtinni fyrir Topuria. Pimplett telur þó of snemmt á þessum tímapunkti að ræða um að Topuria færi sig yfir í léttvigtina þar sem hann hefur aðeins varið titilinn einu sinni. „En ef hann vill koma í léttvigtina þá er ég hérna að bíða eftir honum og mun bjóða hann velkominn, sagði Pimplett að lokum.
Topuria var spurður út í þessi ummæli Pimplett í viðtali í Full send Podcast og útskýrði hann hvaðan illindin milli hans og Pimplett koma. Ekki einu sinni bera okkur saman við þennan róna, ég er mikið betri en hann og það sjá það allir, sagði Topuria. Topuria sagði þá að Pimplett hafi sýnt honum, og föðurlandi hans, Georgíu, óvirðingu þegar Pimplett á að hafa haft uppi ummæli um stríðið milli Rússlands og Georgíu. Hann sagði eitthvað um að nú skildi hann af hverju Rússland hafi sprengt upp Georgíu, margir dóu í þessu stríði. Þegar þú ert að grínast með slíkt þá ertu algjör hálfviti sagði Topuria að lokum.