spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Palhares rotaður í gær

Myndband: Palhares rotaður í gær

Rousimar Palhares, einn umdeildasti bardagamaður heims, var rotaður í gær af hinum óþekkta Emil Weber Meek.

Palhares barðist í Venator FC á Ítalíu þrátt fyrir að vera í tveggja ára keppnisbanni. Hann mætti Norðmanninum Emil Weber Meek.

Norðmaðurinn greip svo sannarlega tækifærið og sigraði Palhares með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 45 sekúndur í 1. lotu.

Þetta tap Palhares hefur eflaust glatt marga og er Meek nú á allra vörum í MMA heiminum. Rothöggið má sjá hér að neðan.

Þess má einnig geta að Jason ‘Mayhem’ Miller tapaði bardaga sínum á sama kvöldi eftir hengingu í 3. lotu. Þetta var fyrsta tap Miller eftir hengingu síðan árið 2002.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular