spot_img
Saturday, February 22, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxPaul-bræður mætast í hringnum

Paul-bræður mætast í hringnum

Jake Paul og Logan Paul eru þekktir um allan heim, fyrst fyrir prakkarastrik á youtube en á seinni árum hafa þeir keppt við stór nöfn í hnefaleikum en Loan barðist við einn besta hnefaleikamann allra tíma, Floyd Mayweather jr. en Jake hefur barist við Mike Tyson svo einhver sé nefndur. Í upphafi hvar gríðarlegur áhugi fyrir bardögum þeirra bræðra en hann virðist hafa dalað síðustu árin, þó má nefna að bardagi Jake og Tyson vakti töluverðar vinsældir og var viðburðurinn haldinn fyrir framan 72.000 áhorfendur.

Á þriðjudaginn sendu þeir Paul bræður út tilkynningu um að þeir muni berjast sín á milli í bardaga sem haldinn verður 27. mars næstkomandi. Í tilkynningunni stendur einfaldlega „stundin sem þið hafið beðið eftir í áratug“. Vænta má frekari frétta á fimmtudag í þessari viku ef marka má tilkynningu bræðranna en miðlar vestanhafs eru tvístígandi hvort tilkynning þeirra sé marktæk. Ekki er þá langt um liðið síðan Conor McGregor tilkynnti um bardaga milli sín og Loan Paul en sá bardagi náði ekki lengra en inn í hugarheim Conor.

Þá er að bíða frekari frétta og hvort þeim bræðrum takist að krydda upp áhuga fyrir bardaga þeirra á milli og þá einnig hvort af bardaganum verður en eins og segir er frekari frétta að vænta á morgun.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið