spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPaul Felder: Ég er ekki að fara neitt

Paul Felder: Ég er ekki að fara neitt

Paul Felder tapaði fyrir Rafael dos Anjos í gær. Felder tók bardagann með aðeins fimm daga fyrirvara en getur gengið sáttur frá borði.

Rafael dos Anjos sigraði eftir dómaraákvörðun þar sem tveir dómarar gáfu dos Anjos allar loturnar. Felder hefur íhugað að hætta en ætlar greinilega að halda áfram.

„Ég get sagt ykkur að ég er ekki að fara neitt. Ég missti ástríðuna fyrir íþróttinni en ég er ekki hættur. Ég gæti dottið niður styrkleikalistann en ég veit að það skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að mæta, sýna hvaða mann þú hefur að geyma,“ sagði Felder í viðtalinu eftir bardagann.

Felder var að undirbúa sig fyrir þátttöku í þríþraut og var því í góðu formi þegar hann tók bardagann. Hann hafði þó lítið æft MMA síðustu mánuði og það kom niður á honum í bardaganum.

„Ég var orðinn þreyttur í 5. lotu. Ég var bara í kickbox formi og með mjög gott þol fyrir þríþrautina en ég hef ekkert glímt. Ef á að segja eins og er þá hef ég ekki stigið fæti í MMA klúbb í næstum fjóra mánuði. Frammistaðan mín var því bara byggð á þolæfingum og æfingum á púðum.“

Felder var 180 pund á mánudaginn og þurfti að vera 156 pund eða minna á föstudeginum. Niðurskurðurinn var því gríðarlega erfiður fyrir Felder en hann náði vigt og stóð við sitt.

„Niðurskurðurinn á fimmtudaginn var eitt erfiðasta kvöld lífs míns en ég þurfti að skera niður 24 pund á fjórum dögum. Ég sagði að ég myndi gera þetta og vera meðal þeirra fyrstu á vigtina og ég gerði það. Ég sagði að ég myndi veita fyrrum heimsmeistara alvöru bardaga í fimm lotur og ég gerði það.“

„Hann meiddi mig í lifrinni einu sinni og ég held að það hafi tengst niðurskurðinum. Þegar ég vaknaði í morgun [laugardag] var ég viss um að ég myndi ekki þola mörg högg í lifrina. Duke [Roufus, þjálfari Felder] sagði mér að það yrði í lagi ef við myndum beita gagnárásum gegn sparkinu,“ sagði Felder eftir bardagann.

Felder var ánægður með ákvörðun sína að taka bardagann og sér ekki eftir neinu. „Þetta er akkúrat það sem ég vildi. Þessi íþrótt brýtur menn, þetta er erfitt. Ég þurfti eitthvað hvetjandi og þegar þetta kom upp talaði ég við umboðsmanninn minn og kærustuna mína og hugsaði um allt sem gæti farið úrskeiðis en ég fekk þetta tækifæri og hér er ég. Ég veit ég tapaði en ef ég hefði gert aðeins meira held ég hefði getað unnið þetta.“

Felder staðfesti síðan í lokin að hann sé ekki hættur og ætlar að berjast fljótlega aftur. „Ég kem fljótt aftur.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular