spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaPonzinibbio potaði tvisvar í augu Gunnars

Ponzinibbio potaði tvisvar í augu Gunnars

Gunnar Nelson tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í gær eftir rothögg í 1. lotu. Á blaðamannafundinum eftir bardagann talaði Gunnar um að potað hefði verið í auga hans en nú virðist sem svo að í raun hafi tvö aðskilin atvik átt sér stað þar sem andstæðingur Gunnars potaði í augu hans.

Eins og við greindum frá í morgun potaði andstæðingur Gunnars í augu hans snemma í fyrstu lotu. Í kjölfarið sá Gunnar tvöfalt en ákvað engu að síður að halda áfram og vonast til að hrista þetta af sér. Á myndskeiðinu hér fyrir neðan má síðan sjá annað atvik, síðar í bardaganum, þar sem Ponzinibbio þrýstir fingrum sínum aftur í auga Gunnars, í þetta sinn aðeins tæpum þrem sekúndum áður en Gunnar er rotaður.

https://gfycat.com/BonyEnragedGartersnake

 

Á blaðamannafundinum eftir bardagann tók Gunnar það fram að hann væri ekki að afsaka sig með því að benda á þetta. Engu að síður er ólöglegt að setja fingur í augu andstæðingsins og góðar líkur á því að þetta hafi breytt gangi bardagans.

https://www.youtube.com/watch?v=nrrAbjNbF7I&feature=youtu.be

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular