spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRandy Couture útskrifaður af spítala eftir hjartaáfall - labbaði sjálfur á spítalann

Randy Couture útskrifaður af spítala eftir hjartaáfall – labbaði sjálfur á spítalann

Randy Couture fékk hjartaáfall á miðvikudaginn. Couture fann fyrir verkjum og ákvað að labba á næsta spítala til að athuga málið.

Fyrrum léttþungavigtar- og þungavigtarmeistari UFC er orðinn 56 ára gamall og er mest að leika í kvikmyndum í dag. Hann var að taka æfingu þegar hann fann fyrir verkjum sem hann hélt að væru rifbeinsmeiðsli. Couture kláraði æfinguna og fór heim að hvíla sig.

Þegar verkurinn var ekki að fara ákvað hann að fara á spítala. Couture taldi það vera fljótlegra að labba á spítalann í stað þess að vera í umferðinni í Los Angeles. Á spítalanum var Couture greint að hann væri með hjartaáfall og fór strax í aðgerð.

Couture gaf svo út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem hann sagðist ekki vera búinn að yfirgefa þennan heim ennþá. Í yfirlýsingunni kom fram að hann hafi verið lagður inn á gjörgæslu í kjölfar hjartaáfallsins en hann væri að braggast og myndi ná fullri heilsu. Ástæða hjartaáfallsins var blanda af háu kólesteróli og þykku blóði sem hefði síðan myndað blóðtappa í slagæð.

Couture barðist sinn fyrsta bardaga í UFC á UFC 13 árið 1997 og varð þungavigtarmeistari sama ár. Hann vann svo léttþungavigtartitilinn árið 2003 eftir sigur gegn Tito Ortiz og átti afar farsælan feril. Couture hætti í MMA árið 2011, þá 47 ára gamall.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular