spot_img
Wednesday, May 7, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxRashad Evans mætir Quinton Jackson í hnefaleikum

Rashad Evans mætir Quinton Jackson í hnefaleikum

Gamlar UFC-hetjur halda áfram að færa sig yfir í hnefaleika eftir að ferli þeirra í blönduðum bardagalistum er lokið. Nú hafa Quinton „Rampage“ Jackson og Rashad Evans tilkynnt um hnefaleikabardaga þeirra á milli þann 12. apríl næstkomandi. Þessar gömlu hetjur hafa mæst áður, þá í blönduðum bardagalistum árið 2010 þegar þær mættust á UFC 114 í Las Vegas.

Ég veit að við erum vinir í dag en ég ætla samt að láta hann finna fyrir mér, sagði Jackson á Instagram. Evans skrifaði í Instagram-færslu að tími Jacksons væri liðinn og að hann ætli að gefa honum barsmíðarnar sem Jackson hafi verið að biðja um.

Í fyrri bardaga þeirra árið 2010 sigraði Evans með einróma dómaraákvörðun en Evans barðist síðast árið 2022 þegar hann sigraði Gabriel Checco í Eagle FC bardagasamtökunum. Jackson barðist síðast árið 2019 þegar hann tapaði fyrir Fedor Emelianenko í Bellator bardagasamtökunum.

Báðir bardagamenn eru komnir af léttasta skeiði, Evans er 45 ára og Jackson 46 ára, en nokkrir bardagamenn hafa getað sýnt sínar betri hliðar eftir fertugt og það væri óskandi að sjá góðan bardaga milli þessara gömlu hetja.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið