spot_img
Sunday, March 16, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCannonier aðlagaðist fljótt

Cannonier aðlagaðist fljótt

Jared Cannonier og Gregory Rodrigues mættust í aðalbardaga gærkvöldsins. Þetta var skemmtileg stöðuuppfærsla á millivigtinni þar sem Rodrigues var að gera heiðarlega tilraun til þess að ná sigri gegn andstæðing úr topp 10 listanum.

Gregory Rodrigues byrjaði bardagann mjög vel og sló niður Cannonier í tvígang í fyrstu lotu. En Cannonier var fljótur að gera breytingar og aðlagast. Hann mætti mun betur stemmdur í aðra lotu og vann hana ágætlega örugglega. Í þriðju lotu var klárt að Cannonier var byrjaður að taka yfir bardagann með flottum tilburðum á fótunum. Undir lok þriðju lotu lenti Cannonier olnboga sem setti Rodrigues í gólfið og hefði Cannonier líklega klárað bardagann hér og nú ef að tíminn hefði ekki runnið út.

Það tók Cannonier þó aðeins örfáar sekúndur að binda enda á bardagann eftir að fjórða lota hófst.

Gregory Rodrigues hafði verið á góðri siglingu fyrir bardagann gegn Cannonier en aftur mistókst honum að koma sér fyrir meðal þeirra bestu í deildinni. Cannonier er að skríða yfir fertugsaldurinn og þá er eðlilegt að spyrja sig hvenær fari að slaka á hans frammistöðu í búrinu, en hann virkaði mjög sprækur í nótt allavegana.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið