spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRekinn eftir að bíta andstæðing

Rekinn eftir að bíta andstæðing

Tveir ósigraðir Brassar, André Lima og Igor Severino, þreyttu frumraunir sínar gegn hvorum öðrum á UFC Fight Night í Apexinu um helgina. Bardaginn byrjaði vel og stefndi í mikla skemmtun þangað til að Severino, sem var m.a.s. að vinna samkvæmt einum dómara af þremur, beit andstæðing sinn með þeim afleiðingum að bardaginn var stöðvaður og hann dæmdur úr leik.

Dana White var ekki lengi að bregðast við en skömmu síðar tilkynntu lýsendurnir að Severino yrði leystur undan samningi og látinn fara frá UFC. Dana White ákvað einnig að gefa André Lima fyrsta “I got fucking bit bonus” uppá 25 þúsund dollara sem er helmingurinn af þeirri upphæð sem bardagamenn sem vinna frammistöðu kvöldsins fá fyrir sinn snúð.

André Lima fór beint á tattoo stofu og lét flúra á sig bitfarið með setningunni frá Dana White í kring. Eftir að Dana White sá það ákvað hann að gefa honum aðra 25 þúsund dollara í viðbót

Það verður spennandi að sjá André Lima í næsta bardaga en óljóst hvað verður um framtíð Igor Severino sem kastaði frá sér stærsta tækifæri lífs síns.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular