Conor McGregor mætti fyrir rétt í Írlandi síðastliðinn þriðjudag þar sem hann er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn konu að nafni Nikita Lang þann 9. desember 2018. Í frétt The Irish Times um málið kemur fram að Nikita og Conor hafi nokkur tengsl og kemur fram að hún þekki vel til konu Conor og fjölskyldu hennar. Kemur þá fram að annar maður að nafni James Lawrence.
Samkvæmt frétt Irish Times kvaðst Nikita hafa verið að skemmta sér með Conor ásamt fleirum og að teitið hafi færst á hótel þar sem Conor gisti. Kemur fram að þau hafi farið á hótelherbergi Conor þar sem þau héldu áfram að drekka. Conor hafi síðan fengið hana til að koma með sér afsíðis þar sem hann braut á henni. James Lawrence heldur því þá fram að hann hafi einnig haft samræði við konuna eftir að Conor var farinn en Nikita kvaðst ekki muna eftir því og telur að hann hafi haft samræði við sig þegar hún hafi ekki veitt samþykki fyrir því og því hafi hann brotið á henni ef þau sváfu saman.
Kemur þá fram að samkvæmt bráðamóttöku kvensjúkdómalæknis sem tók á móti Nikitu að áverkar hennar séu í samræmi við hennar frásögn. Kemur einnig fram að hún hafi verið á blæðingum þegar atvikin áttu sér stað og var hún með tíðatappa fastan ofarlega í leghálsinum sem þurfti að fjarlægja með töng.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Conor er ákærður fyrir kynferðisbrot en honum var gefið að sök að hafa brotið gegn konu á salerni þar sem hann var viðstaddur leik í NBA deildinni í Bandaríkjunum. Í frétt BBC frá 19. október 2023 kemur fram að eftir að rannsókn á málinu hafi farið fram var málið fellt niður þar sem ekki þóttu líkindi fyrir sakfellingu.
Samkvæmt frétt Irish times hafa kviðdómendur verið valdir þar sem fjórir karlmenn sitja ásamt átta konum. Kemur einnig fram að talið er líklegt að málarekstur muni taka um það bil tvær vikur. MMA fréttir munu að sjálfsögðu segja frá vindingum í málinu og niðurstöðu þegar fram líða stundir.