Robelis Despaigne mætti aftur í gryfjuna fyrir sinn annan Karate Combat bardaga í gær/nótt og sigraði hann Marcos Brigagao með rothöggi á undir 20 sekúndum.
Despaigne hafði klárað fyrri bardagann sinn á 4 sekúndum en var ekki mikið lengur að því í þetta skiptið heldur. Hann slær Brigagao niður með fyrsta högginu sínu og náði Brigagao aldrei að koma almennilega tilbaka og ná löppunum undir sig og er sleginn niður ítrekað áður en dómarinn stígur inn í.
Despaigne er margverðlaunaður Tae Kwon Do bardagamaður og hefur til að mynda unnið brons á Olympíuleikunum. Hann sneri sér að MMA árið 2022 og skrifaði undir hjá UFC eftir að hafa unnið 4 bardaga í röð, alla með leiftursnöggum rothöggum. Hann sigraði fyrsta UFC bardagann sinn en tapaði næstu tveimur og var látinn fara.
En hann hefur nú fundið nýtt heimili í Karate Combat og smellpassar þar inn. Hann er núna búinn að vinna fyrstu 2 bardagana sína þar og framtíð hans innan sambandsins virðist björt.
Margt annað skemmtilegt gerðist á þessum Karate Combat 52 viðburði og má þar helst nefna Aline Pereira, systur Alex Pereira, sem vann sína viðureign á rothöggi og sló andstæðing sinn niður með vinstri króknum sem virðist vera ættgengur.
Viðburðurinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur hér að neðan: