spot_img
Monday, March 17, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRoman Dolidze sigraði Vettori sannfærandi

Roman Dolidze sigraði Vettori sannfærandi

Marvin Vettori og Roman Dolidze mættust í aðalbardaga kvöldsins í APEX-inu í gærkvöldi. Marvin Vettori þótti mun sigurstranglegri fyrir bardagann en það var á endanum Georgíumaðurinn sem hafði sigur úr býtum.

Bardaginn var endurleikur milli þessara kappa en Vettori vann fyrri viðureignina sem fór fram fyrir sirka tveimur árum.

Viðureignin fór alfarið fram í standandi í box-fjarlægð og var Roman virkari bardagamaðurinn af þeim tveimur og lenti betur.

Í þriðju lotu tókst Vettori að koma Roman í töluverð vandræði og lá við að bardaginn myndi snúast við eða að Vettori myndi hreinlega takast að klára bardagann.

Roman Dolidze er núna á þriggja bardaga sigurgöngu eftir sigur gegn Kevin Holland og Anthony Smith. Hann er opinn fyrir því að gefa Vettori þriðja bardagann og innsigla þríleikinn en það verður ekki í náinni framtíð.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið