spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxRonald Bjarki Mánason með gull á King of the Ring

Ronald Bjarki Mánason með gull á King of the Ring

Hnefaleikafélög Reykjavíkur og Kópavogs, ásamt Bogatýr, kepptu um helgina á King of The Ring sem er mjög sterkt hnefaleikamót í Svíþjóð. Ronald Bjarki Mánason frá HR sigraði mótið en margir aðrir íslendingar áttu flottar frammistöður og fengu dýrmæta reynslu.

Hnefaleikafélag Reykjavíkur (WCBA)
HR sendu 6 keppendur á mótið:
Ronald Bjarki Mánason í -48kg U17
Gabríel Waren -67kg U19 B
Eyþór Sturla Jóhannsson -75kg U19
Nóel Freyr Ragnarsson -67kg U19 A
William Þór Ragnarsson -75kg Senior B
Elmar Gauti Halldórsson -75kg Elite A.

Eyþór Sturla mætti aftur í hringinn eftir langa pásu og lenti í erfiðum örfhentum Breta í undanúrslitum á laugardeginum og náði illa að eiga við hann en átti þó mjög góðar rispur en sigurinn féll réttilega með andstæðingnum. Dýrmæt reynsla á erfiðu móti.

Gabríel Waren mætti sænska meistaranum í sínnum flokk í undanúrslitum á laugardeginum. Eftir erfitt cut til að ná þyngd átti Gabríel erfitt með að komast í gang og halda tempói og orkan fór hratt. Eftir tvær talningar ákvað hornið að stöðva viðureignina í þriðju lotu.

Elmar Gauti keppti á laugardeginum gegn virkilega löngum og „slick“ breskum boxara sem var erfitt að eiga við. Þrátt fyrir allt náði Elmar mjög góðri fyrstu lotu alveg þar til að hann fékk eina yfirhandar hægri sem sló hann niður, eitt af fáum höggum sem hann fékk í sig en var að mati dómara nóg til að gefa bretanum lotuna. Eftirleikurinn varð erfiður þótt að Elmar hafi komið sterkur til baka og gaf algjörlega allt í þetta en fékk ekki erindi sem erfiði og þurfti að sætta sig við að lúta lægra haldi þennan daginn. Flokkurinn hans Elmars er virkilega sterkur og auðvelt að sjá það fyrir að allir bardagarnir á mótinu yrðu á hæsta stigi. Góð dýrmæt reynsla og margt hægt að taka úr þessum bardaga.

William Þór keppti í fjórðungsúrslitum á föstudeginum og gerði mjög vel en hann lenti einmitt gegn sama keppanda og á HSK mótinu fyrir skömmu. William náði að sýna betri tækni en andstæðingurinn sem skilaði 2-1 sigri í virkilega flottum og jöfnum bardaga. Í undanúrslitum mætti William góðum boxara og bardaginn gæti ekki hafa verið jafnari. Eftir 2. lotu var jafnt hjá öllum dómurum og eftir 3. lotu þar sem báðir náðu talningum á hvorn annan endaði þetta eins tæpt og hægt var 2-1 fyrir andstæðingnum. Davíð Rúnar og HR liðið voru ekki sammála en virkilega flott frammistaða og fyrsta tap Williams á ferlinum raunin en allir mjög sáttir þrátt fyrir sárt tap.

Nóel Freyr átti glæsilegan bardaga í undanúrslitum á laugardeginum gegn sænskum boxara. Nóel vann allar lotur hjá öllum dómurum og nokkrir þeirra skoruðu 10-8 lotur. Í úrslitum mætti hann breskum boxara sem hafði sigrað Eldar Redzig sem Nóel vann í undanúrslitum Norðurlandamótsins á árinu svo vitað var að þetta yrði skemmtileg viðureign. Í úrslitunum gekk vel en dómararnir sáu það á annan hátt, virkilega sárt 2-1 split tap eftir mjög flottan og jafnan bardaga. Sárt en mjög hátt level í A flokki og við því að búast að viðureignirnar yrðu jafnar og erfiðar. Virkilega gott silfur og dýrmæt reynsla fyrir framtíðina.

Ronald Bjarki kom sá og sigraði þetta árið. Hann keppti í undanúrslitum á laugardeginum og stöðvaði andstæðing sinn í 3. lotu á laugardeginum eftir mikla yfirburði. Í úrslitum á sunnudeginum mætti hann strák sem vann sterkan skota í undanúrslitum. Ronald sigraði andstæðing sinn einnig með yfirburðum og vann allar loturnar hjá öllum dómurum og vann þar með fyrsta gull í sögu Hnefaleikafélags Reykjavíkur á þessu sterka móti. Virkilega spennandi að sjá hvað Ronald gerir í framtíðinni en þetta var hans sterkasta mót og skilaði honum gulli.

Hnefaleikafélag Kópavogs (VBC)
HFK sendu 4 keppendur á mótið:
Sölvi Steinn Hafþórsson U17 -70kg
Kormákur Steinn Jónsson B Class U17 -67 kg
Arnar Jaki Smárason B class U17 -63 kg
Magnús Kolbjörn Eiríksson +92 kg A class

Sölvi Steinn keppti sinn fyrsta A class bardaga á móti þreföldum Frakklandsmeistara með 30 fleiri bardaga en dómarinn stöðvaði bardaginn undir lok 3. lotu.

Kormákur Steinn keppti sinn þriðja bardaga. Tap en mjög jafn bardagi sem hefði getað farið á báða vegu.

Arnar Jaki keppti sinn annan bardaga og var hann einnig mjög jafn en Arnar þurfti að sæta sig við tap.

Magnús Kolbjörn fór á móti Bretlandseyja meistara og atvinnuboxaranum Mitchell Barton frá Skotlandi. Bardaginn var stöðvaður þegar 5 sekúndur voru eftir af þriðju lotu. Fram af því átti Kolli flotta spretti og stóð í vel í honum.

Bogatýr
Bogatýr sendu 3 keppendur á mótið:
Viktor Zoega
Mihail Fedorets -75 kg
Artem Siurkov -60 kg

Allir 3 Bogatýr menn töpuðu gegn meisturum. Viktor og Artem töpuðu á klofinni ákvörðun. Viktor barðist með brotin rifbein sem hélt mögulega aðeins aftur af honum. Mihail missti vigt og þurfti að fara upp um flokk.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular