spot_img
Saturday, November 8, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxRonald Bjarki Mánason tók gullið á King of the Ring annað árið...

Ronald Bjarki Mánason tók gullið á King of the Ring annað árið í röð, átta íslensk silfur til viðbótar

Hnefaleikafélög Reykjavíkur(WCBA) og Kópavogs(VBC), ásamt Bogatýr, kepptu á King of the Ring í Svíþjóð um helgina. Mótið er eitt stærsta karlaboxmót í heiminum með yfir 600 keppendur. Ronald Bjarki Mánason fór með sigur af hólmi og tekur heim gullverðlaun af stórmóti í fjórða skiptið á árinu, auk þess vann Íslenski hópurinn átta silfurverðlaun.

HR/WCBA fór með sjö keppendur á King of the Ring. Fyrir HR fóru þeir Neilas Sachniukas, Sigurbergur Einar Jóhannsson, Ronald Bjarki Mánason í Youth, Seyam Omar, Nóel Freyr Ragnarsson, William Þór Ragnarsson og Elmar Gauti Halldórsson.

Sigurbergur og Neilas kepptu í sænsku dimploma kerfi og mættu reyndum boxurum og gerðu mjög vel. Seyam keppti í undanúrslitum við flottan boxara og þurfti að sætta sig við tap eftir allar loturnar. Andstæðingurinn vann að lokun flokkinn. William Þór vann bæði fjórðungs og undanúrslitin með miklum yfirburðum einróma og mætti Frakka í úrslitum þar sem hann vann fyrstu tvær loturnar split en tapaði síðustu lotunni einróma sem hitti þannig á að lokaniðurstaðan var súrt split tap í hinu horninu en hefði klárlega getað unnið Frakkann en ekki í þetta skiptið.

Nóel Freyr vann fjórðungsúrslitin í sterkum flokki með miklum yfirburðum og mætti síðan hinum hollenska Farshid Bos með yfir 80 bardaga í undanúrslitum og byrjaði sterkt og vann fyrstu lotuna en Hollendingurinn gerði vel í annarri og þriðju lotu sem dugði til sigurs eftir mjög jafnan bardaga sem hefði alltaf getað dottið báðum megin við. Farshid vann síðar flokkinn. Elmar Gauti mætti í fyrsta drætti írska landsliðsmanninum Joshua Olanyan en þeir mættust einmitt í úrslitum á Haringey Cup í Englandi þar sem Írinn hafði betur, það var eins þetta skiptið en Elmar sló aldrei af en reynslumunurinn skilaði Joshua sigrinum en hann vann síðar flokkinn.

Það var síðan Ronald Bjarki Mánason sem keppti upp fyrir sig um þyngdarflokk sem mætti beint í úrslitum Palestínska landsliðsmanninum Anas Jamal Abu Dia með yfir 30 bardaga. Ronald sýndi mikla tæknilega yfirburði og vann mjög sannfærandi sigur og með því gull annað árið í röð á King Of The Ring. Ronald Bjarki hefur því bara á þessu ári unnið fjögur mót víðsvegar um heiminn. Pirrka Tournament í Finnlandi, PAL International Tournament í Bandaríkjunum, Hillerød Box Cup í Danmörku og nú King of the ring í Svíþjóð. Það er því óhætt að segja að Ronald Bjarki eða “Ronni” eins og hann er kallaður sé á rosalegri siglingu og virkilega spennandi að sjá hvað kemur næst en ljóst að það er mikið efni í honum til stórra afreka í framtíðinni.

Bogatýr sendu fjóra menn á mótið. Það voru þeir Mihail Fedorets, Artem Siurkov, Oleksiy Tatarenko og Viktor Zoega. Allir frá Bogatýr kepptu í A flokki, fengu erfiða og reynslumikla andstæðinga, og tóku heim tvö silfurverðlaun.

Mihail Fedorets mætti Enskum meistara, stóð sig vel að sögn Nikita þjálfara en tapaði á stigum.

Artem Siurkov mætti Sænskum meistara í undanúrslitunum og sigraði. Hann fór svo í úrslit á móti reynslumiklum Norðmanni með 60 fleiri bardaga en hann. Bardaginn var jafn en Norðmaðurinn hafði betur.

Rétt eins og Artem, mætti Oleksiy Tatarenko í undanúrslitum Sænskum meistara sem hann sigraði. Oleksiy, sem er Úkraínskur, mætti í úrslitunum samlanda sínum sem er búsettur í Noregi og Norskur meistari. Þarna mættust tveir Úkraínumenn sem börðust fyrir hönd tveggja Norðurlandaþjóða. Norski meistarinn hafði betur og Oleksiy þurfti að sætta sig við silfrið.

Viktor Zoega, sem er á leiðinni á U23 Evrópurmeistaramótið seinna í mánuðinum, fékk dýrmætareynslu þegar hann mæti mjög reynslumiklum Rúmena með 150 bardaga undir beltinu. Rúmeninn hefur tvisvar sinnum komist í úrslit á Evrópumóti og því var þetta einstaklega góð reynsla sem Viktor sótti sér í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið.

Hnefaleikafélag Kópavogs/VBC sendu 7 keppendur á mótið. Það voru þeir Kormákur Steinn Jónsson, Arnar Jaki Smárason, Viktor Örn Sigurðsson, Yahya Gazali, Sölvi Steinn Hafþórsson, Hlynur Þorri Helguson og Ísak Guðnason.

Kormákur og Arnar Jaki börðust þrjá bardaga hvor, fóru alla leið í úrslit og náðu báðir í silfurverðlaun. Viktor Örn barðist tvo bardaga, fór í úrslit og náði í silfur og Yahya fór beint í úrslit og tapaði þar á klofinni ákvörðun og fékk einnig silfur.

Sölvi Steinn og Hlynur Þorri töpuðu báðir á klofinni ákvörðun í undanúrslitum en áhugavert þótti að dómararnir tveir sem gáfu Hlyni Þorra sigurinn gáfu honum allar 3 loturnar.

Ísak byrjaði í átta mann úrslitum rétt eins og Kormákur og Arnar Jaki þar sem hann sigraði með miklum yfirburðum en í undanúrslitunum tapaði hann á klofinni ákvörðun.


spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið