Ronday Rousey tilkynnti á Instagram að hún og maðurinn hennar, Travis Browne, hafi eignast sitt annað barn.
Eins og flestir vita átti Ronda Rousey mjög farsælan MMA-feril. Hún varð bantamvigtarmeistari fyrst kvenna árið 2013 og virkaði nær óstöðvandi á þeim tíma. Hún tapaði titlinum til Holly Holm og færði sig svo yfir í WWE þegar ljóst var að bardagaferillinn næði líklega ekki mikið lengra. Ronda hefur notið mikilla vinsælda í WWE og hefur lífið leikið við hana síðan hún færði sig yfir á annað svið.
Ronda eignaðist stelpu árið 2021 sem fékk hið agalega skemmtilega nafn La’akea Makalapuaokalanipō Browne. Ronda tilkynnti svo um að hún væri ólétt í júlí á síðasta ári og eignaðist aðra stelpu 9. janúar. Nýja prinsessan heitir Liko’ula Pā’ūomahinakaipiha Browne.
Fjölmiðlar og MMA-áhugafólk hafa haft gaman af ástarlífinu hennar Rondu enda var það litríkt á sínum tíma. Ronda og fyrrum bardagamaðurinn og núverandi hlaðvarpsstjórnandinn Brendan Schaub voru að deita árið 2015, þegar ferillinn hennar Rondu var í hæstu hæðum. En á þeim tíma fóru sögur af stað um að Ronda og Travis Browne væru að hittast á laun. Mjög svo, í óþökk konunnar hans Browne og Brendan Schaub sem hafði mætt Browne í búrinu árið á undan. Sá bardaginn endaði með því að Browne rotaði Schaub og stal svo konunni hans í kjölfarið.
Instagram leikur Fimmtu Lotunnar er í fullum gagni!