spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRonda Rousey um töpin: Vil helst ekki tala um það núna

Ronda Rousey um töpin: Vil helst ekki tala um það núna

Ronda Rousey hefur ekki enn viljað tjá sig um töpin sín á MMA ferlinum. Hún er nú komin í WWE og vildi helst ekki ræða töpin á MMA ferlinum í nýlegu viðtali.

Tilkynnt var á sunnudaginn að Ronda Rousey muni láta ljós sitt skína í fjölbragðaglímu WWE. Af því tilefni var hún í nokkrum viðtölum á dögunum.

Í einu slíku hjá ESPN var hún spurð út í töpin sín í MMA og hvort hún hafi náð að melta þau nú þegar rúmt ár er síðan hún barðist síðast. Ronda vann fyrstu 12 bardaga sína með miklum yfirburðum en var rotuð gegn Holly Holm og svo aftur ári síðar gegn Amanda Nunes. Ronda hefur lítið sem ekkert talað um töpin og var engin breyting á því í nýlegum viðtölum.

„Ég myndi helst ekki vilja tala um þetta núna,“ sagði Ronda í viðtalinu.

Þá sagði hún enn fremur að MMA hafi hjálpað henni að komast yfir vonbrigði júdó ferilsins. Núna segir hún ákveðna hliðstæðu vera til staðar þegar hún yfirgefur MMA fyrir fjölbragaðaglímuna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular