spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRosalegasta call out sögunnar.

Rosalegasta call out sögunnar.

Craig Jones Invitationals lauk í nótt með stórskemmtilegum viðureignum. Kade Ruotolo sigraði Levi Jones-Leary með einróma ákvörðun dómara og fékk eina milljón dollara í verðlaun í mínus 80 kg flokki og Nicky Rod sigraði Fellipe Andrew með rear naked choke í plús 80 flokknum. Ffion Davies sigraði Mackenzie Dern með armbar í annarri lotu og sjálfur Craig Jones sigraði Gabi Garcia sannfærandi í mjög skemmtilegri sýningu.

Rosalegasta call out í lifandi minni átti sér stað þegar Nicky Rod tók hljóðnemann eftir sigurinn á Fellipe Andrew og skoraði á Gordon Ryan í einnar milljón dollara betting match þar sem báðir aðilar leggja undir milljón dollara. Sjálfstraustið hjá Nicky Rod hlýtur að hafa haft sjálfstraustið í botni þar sem hann var búinn að eiga eina milljón dollara í sirka 15 sekúndur þegar hann var tilbúinn að veðja fénu á sjálfan sig gegn besta glímumanni í heimi.

Craig Jones Invitationals heppnaðist hrikalega vel og fékk góðar viðtökur og áhorf á streymisveitum. Fyrirkomulagið á mótinu var gott og bauð upp á glímur sem skemmtilegt var að horfa á. Gabi Carcia á sérstakt hrós skilið fyrir sitt framlag til mótsins. Hún lagði að veði innleiðslu sína inn í fræðgarhöll ADCC til þess að keppa á CJI og samþykkti Only Fans samstarfs með Craig Jones eftir tilfinningaþrungna ræðu í lok kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular