Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAdesanya brotnaði niður á blaðamannafundi

Adesanya brotnaði niður á blaðamannafundi

Dricus Du Plessis mun verja millivigtarbeltið sitt gegn Israel Adesanya í nótt í Ástralíu í nótt. Adesanya er að snúa til baka eftir eins árs hlé frá bardagaíþróttum og telur sig vera búinn að núllstilla sig almennilega andlega og líkamlega. Blaðamannafundurinn fyrir bardagann var stórskemmtilegur og var greinilegt að ástralskir UFC-aðdáendur eru mjög spenntir fyrir Adesanya og meira en tilbúnir til þess að baula á DPP.

Mikill hiti var á blaðamannafundinum í Perth í fyrrakvöld þegar Dricus Du Plessis og Isreal Adesanya mættust í síðustu upphituninni fyrir bardagann. Andrúmsloftið er hlaðið aukaspennu þar sem að Suður-Afríka og Ástralía munu einnig mætast í rugby-leik sama dag og DDP og Adesanya berjast. Mjög spennandi dagur fram undan fyrir báðar þjóðir.

Viðureignin gegn Du Plessis verður ellefti titilbardaginn hans Israel Adesanya í röð síðan hann vann Interim-beltið gegn Kelvin Gastelum árið 2019. Á þessum fimm árum reyndi Adesanya líka við léttþungavigtarbeltið en tókst ekki hreppa hnossið gegn Jan Błachowicz

“ I can cry and whoop your ass at the same time ”

– Israel ” The Last Stylebender” Adesanya

Izzy sagðist vera vel andlega stemmdur fyrir bardagann en þrátt fyrir það brast hann í grát á blaðamannafundinum. Það hefur myndast trend í kringum Dricus Du Plessis þar sem andstæðingar hans brotna allir niður rétt fyrir titilbardaga gegn honum. Eins og frægt er orðið þá brotnaði Sean Strickland niður rétt fyrir bardagann gegn DDP í hlaðvarpinu hans Theo Von.

Dricus Du Plessis fann leið til að komast í höfuðið á Izzy! Blaðamaður spurði Izzy hvort hann ætlaði að fara með beltið til Afríku ef hann ynni bardagann. Izzy sagðist þá ætla að fara til Nígeríu á þriðjudeginum, svo til Suður-Afríku og svo til Nýja-Sjálands. DDP sá sér þá leik á borði og spurði hvort Izzy ætlaði að taka þjónana sína með sér. Það fór heldur betur illa í Adesanya og jók við kynþáttaspennuna sem hefur einkennt bardagann. En DDP var ekki að skjóta blint út í loftið þarna. Árið 2020 gaf ESPN út langa grein um Adesanya þar sem hann talar um að hafa ekki lært að baða sig sjálfur fyrr en hann var átta ára gamall. Þjónar heimilisins sáu um að þvo honum þangað til. En pólitísk óreiða og spilling varð til þess að fjölskyldan varð að yfirgefa heimilið sitt og flytja.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular