spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRousimar Palhares berst í kvöld þrátt fyrir að vera í tveggja ára...

Rousimar Palhares berst í kvöld þrátt fyrir að vera í tveggja ára banni

palhares 3Rousimar Palhares fékk tveggja ára keppnisbann í október í fyrra. Palhares og Venator FC láta þetta bann ekkert stoppa sig og berst Palhares á Ítalíu í kvöld.

Hinn vafasami Palhares fékk bannið í fyrra eftir að hafa enn einu sinni haldið uppgjafartaki of lengi. Í bardaga sínum gegn Jake Shields hélt hann „kimura“ takinu þrátt fyrir að Jake Shields hefði tappað út og þrátt fyrir tilraunir dómarans til að stöðva bardagann.

Palhares hefur margoft gerst sekur um slíkt áður og fékk því tveggja ára bannið. Palhares er sagður vera alvarlega greindarskertur og eru margir á því að hann eigi ekkert að vera að berjast. Venator FC er ekki á sama máli og bókaði hann í titilbardaga í kvöld gegn Norðmanninum Emil Weber Meek.

Palhares fékk tveggja ára bannið frá íþróttasambandi Nevada fylkis (NAC) og hefðu öll önnur íþróttasambönd í Bandaríkjunum fylgt sömu línu og meinað honum að berjast. En Venator FC ætlar ekki að virða keppnisbann NAC og keppir Palhares í kvöld um veltivigtartitilinn.

Það er sjaldan lognmolla í kringum bardaga Palhares og verður áhugavert að sjá bardaga hans í kvöld. Áhugasamir geta séð bardagana gegn gjaldi hér.

palhares dirty bastard
Atvikið gegn Jake Shields.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular