spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSá hlær best sem síðast hlær - Andy Cona sigrar sinn fyrsta...

Sá hlær best sem síðast hlær – Andy Cona sigrar sinn fyrsta bardaga eftir 21 tap í röð

andy conaGamla góða klisjan „If at first you don’t succeed, try, try again“ hefur sjaldan átt jafn vel við og um hann Andy Cona.

Á laugardaginn keppti hann sinn 22. atvinnumannabardaga á Machine MMA 11 í Englandi. Þar gekk hann inn í búrið með hinn ótrúlega (0-21) feril. Hann lét það ekki stoppa sig þar sem hann sigraði sinn fyrsta MMA bardaga á ferlinum með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 20 sekúndur. Andstæðingur hans var Darren Wilkinson en hann var að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga í MMA.

Eftir sigurinn hoppaði Cona upp á búrið og fagnaði eins og enginn væri morgundagurinn. Áhorfendur í salnum misstu sig líka af ánægju og stóðu upp og klöppuðu fyrir honum enda dást margir af þrautseigju og vilja hans. Fáir hefðu haldið áfram jafn lengi og Cona en hjartað hans var til staðar og hann þraukaði áfram. Það sem gerir þetta merkilegra er að í öllum töpum hans hefur hann aldrei enst meira en eina lotu. Því var við hæfi að hans fyrsti sigur myndi enda með sama stíl.

Við nánari athugun kemur í ljós að Cona tók marga af þessum bardögum með skömmum fyrirvara. Bardagasamtök í Bretlandi vita að hann segir alltaf já við bardögum og ef bardagamenn detta út á síðustu stundu er hringt í Cona og hann beðinn um að fylla í skarðið. Hann er tilbúinn að mæta hverjum sem er, hvenær sem er og gæti það verið hluti af vandamálinu.

Cona hefur í alvörunni trú um að hann sé að bæta sig og verði bara betri með því að mæta sterkum andstæðingum. Það er deginum ljósara að þetta er ekki hollt fyrir Cona en hann hefur trú á sjálfum sér og ætlar að halda áfram að berjast.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular