spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSagan segir að Cerrone muni tapa

Sagan segir að Cerrone muni tapa

cerrone hendersonDonald Cerrone er aðeins fjórði bardagakappi í sögu UFC til að keppa á tveimur bardagakvöldum á einum mánuði. Hinir þrír sem hafa gert það töpuðu alllir seinni bardaganum sínum.

Cerrone mun keppa gegn Benson Henderson annað kvöld á UFC Fight Night bardagakvöldinu í Boston. Verður þetta þriðja viðureign þeirra og sigraði Henderson báða fyrri bardagana.

Það lofar ekki góðu að allir þeir sem hafa keppt með svona stuttu millibili hafa tapað seinni viðureigninni. Það felur í sér mikla líkamlega áreynslu að skera niður fyrir bardaga og því hlýtur það að vera erfiðara að gera það tvisvar á einum mánuði. En Cerrone gaf frá sér skýr skilaboð til allra sem efast hann:

„Everyone who thinks Ben has my number. You didn´t get the MEMO?? I got a new fucking number.“

Hér má sjá lista yfir hina þrjá kappana sem reyndu við þessa miklu þraut.

Mike Brown | Janúar 2011

(TAP) – Diego Nunes – UFC 125 (1. janúar 2011)
(TAP) – Rani Yahya – UFC – Fight for the Troops 2 (22. janúar 2011)

Lavar Johnson | Maí 2012

(SIGUR) – Pat Barry – UFC on Fox 3 (5. maí 2012)
(TAP) – Stefan Struve – UFC 146 (26. maí 2012)

Dustin Pague | Júní 2012

(SIGUR) – Jared Papazian – UFC on FX 3 (8. júní 2012)
(TAP) – Ken Stone – UFC on FX 4 (22. júní 2012)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular