Sunday, May 26, 2024
HomeForsíðaKimbo Slice snýr aftur í búrið

Kimbo Slice snýr aftur í búrið

kimbo sliceSlagsmálahundurinn Kimbo Slice snýr aftur í búrið en hann hefur nú undirritað samning við Bellator samtökin. Enn á eftir að ákveða hvernær hann mun berjast og finna andstæðing en von er á nánari tilkynningu í útsendingu Bellator 132 í nótt.

Kimbo Slice varð frægur eftir að myndbönd af skipulögðum götuslagsmálum var dreift á netinu og voru margir spenntir að sjá frumraun hans í MMA árið 2007. Hann keppti undir merkjum EliteXC samtakanna gegn minni spámönnum með misgóðum árangri. Stóra tækifærið kom hins vegar þegar hann tók þátt í 10. seríu raunveruleikaþáttarins The Ultimate Fighter (TUF). Serían fékk metáhorf og hafa aldrei fleiri horft á TUF en þegar hann barðist gegn Roy Nelson í 3. þætti seríunnar.

Hann keppti tvisvar í UFC en eftir tap gegn Matt Mitrione var hann látinn taka pokann sinn. Eftir það snéri hann sér að boxi með góðum árangri gegn lélegum andstæðingum. Tvö ár eru liðin frá því hann barðist síðast í boxi og fimm ár frá síðasta MMA bardaga hans.

Þrátt fyrir misjafnan árangur í MMA hefur honum ávallt tekist að draga áhorfendur að skjánum og eflaust margir sem bíða spenntir eftir að sjá þennan fertuga bardagakappa snúa aftur í búrið.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular