spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bestu bardagamenn Evrópu

Föstudagstopplistinn: 10 bestu bardagamenn Evrópu

Í Föstudagstopplista dagsins skoðum við tíu bestu evrópsku bardagamennina. Evrópa hefur verið að sækja í sig veðrið og hafa fjölmargir evrópskir bardagamenn brotist fram á sjónarsviðið á undanförnum árum.

20090521212804

10. Mamed Khalidov – Rússland/Pólland

KSW meistarinn er einn besti bardagamaður heims utan UFC. Hann er ein stærsta stjarnan í MMA í Póllandi og sagan segir að hann hafi hafnað UFC á sínum tíma þar sem hann fær betur borgað með því að berjast í Póllandi heldur en í Bandaríkjunum (þá spila tekjur frá auglýsingum stórt hlutverk).

joanna

9. Joanna Jedrzejczyk – Pólland

Þessi pólski Muay Thai meistari fær næsta titilbardaga í hinni nýskipuðu strávigt. Er í 1. sæti á styrkleikalista UFC í strávigt kvenna og hefur sigrað báða bardaga sína í strávigtinni.

ali-bagautinov

8. Ali Bagautinov – Rússland

Barðist um titilinn í fluguvigtinni gegn Demetrious Johnson. Átti ekki mikla möguleika gegn meistaranum og er í dag í 7. sæti í þunnskipaðri fluguvigt UFC.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

7. Gunnar Nelson – Ísland

Okkar maður skipar 7. sæti listans. Hefur sigrað fjóra af fimm bardögum sínum í UFC og situr í 14. sæti í einum erfiðasta þyngdarflokki UFC.

Tarec Saffiedine

6. Tarec Saffiedine – Belgía

Belginn knái er nánast alltaf meiddur en situr samt sem áður í 9. sæti styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Þessi fyrrum Strikeforce meistari hefur aðeins tvisvar barist í UFC á síðustu tveimur árum og hefur þrisvar þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla – nú síðast fyrir bardaga gegn Matt Brown. Er engu að síður með hættulegt Muay Thai og skemmtilegur áhorfs.

mousasi

5. Gegard Mousasi – Armenía/Holland

Mousasi er kannski ekki 100% evrópskur. Foreldrar hans eru armenskir en Mousasi fæddist í Íran og flutti fjögurra ára til Hollands. Hefur nánast alla tíð æft og búið í Hollandi og á langan bardagaferil að baki (42 bardagar í MMA) þrátt fyrir að vera aðeins 29 ára gamall. Var nálægt því að fá titilbardaga en tap gegn Machida í fyrra setti þau plön á hlið. Margir bíða eftir því að hann springi almennilega út og komist á toppinn.

at UFC 127 at Acer Arena on February 27, 2011 in Sydney, Australia.

4. Michael Bisping – England

Hefur í mörg ár verið meðal fremstu bardagamanna í Evrópu þrátt fyrir að hafa aldrei barist um titil í UFC.  Það fer að styttast í annan endan á ferli hans en er enn sem komið er meðal þeirra fremstu í millivigt í UFC.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

3. Conor McGregor – Írland

Þessi stórskemmtilegi Íri er einum bardaga frá titilbardaga í UFC. Sigri hann Dennis Siver á sunnudagskvöldið mun hann mæta Aldo. Líklegt er að sá bardagi færi fram í Írlandi þar sem tugir þúsunda munu gera allt vitlaust.

khabib n

2. Khabib Nurmagomedov – Rússland

Hefur sigrað alla 22 bardaga sína og væri sennilega búinn að fá titilbardaga í léttvigt UFC ef ekki væri fyrir hnémeiðsli. Er í 2. sæti á styrkleikalista UFC og hefur vakið athygli fyrir skítkast á meistarann og glímu við björn.

alexander-gustafsson-jon-jones

1. Alexander Gustafsson – Svíþjóð

Svíinn Alexander Gustafsson er óumdeilanlega besti bardagamaður Evrópu í dag. Sá sem næst hefur komist því að sigra Jon Jones og fær líklegast annað tækifæri á beltinu takist honum að sigra Anthony Johnson síðar í mánuðinum. Æfir mest megnis í Svíþjóð (þó hann æfi einnig hjá Alliance í Bandaríkjunum) og það sýnir að Evrópa er að sækja á. Áður fyrr voru flestir evrópska bardagamanna frá Englandi en nú eru topp bardagamenn hvaðanæva úr Evrópu.

Aðrir sem voru nálægt því að komast á listann: Alistair Overeem (Holland), Andrei Arlovski (Hvíta-Rússland), Andrei Koreshkov (Rússland), Joanna Calderwood (Skotland).

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular