spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSalan á UFC er yfirvofandi

Salan á UFC er yfirvofandi

UFC Logo Vector ResourceFrekari fregnir af sölunni á UFC hafa litið dagsins ljós á síðustu dögum. Nú bendir allt til þess að UFC verði selt í heild sinni.

Samkvæmt fjölmiðlamanninum Jeremy Botter er salan á UFC 100% yfirvofandi.

Í dag er UFC í eigu Zuffa LLC., en fyrirtækið er í eigu bræðranna Lorenzo og Frank Fertitta, Dana White og Flash Entertainment. Í fyrstu var talið að um sölu á hlut í UFC væri að ræða en svo virðist sem kaupendur muni kaupa UFC í heild sinni samkvæmt grein Jeremy Botter á FloCombat.

Þrjú tilboð bárust í dag en fjárfestingarbankinn Goldman Sachs sér um söluna. Tilboðunum hefur ekki verið tekið en hæsta tilboðið ku vera 4,2 milljarðar dollara. Það er sú tala sem Fertitta bræðurnir vonuðust eftir að fá. Þess má geta að UFC var keypt af Zuffa árið 2001 á tvær milljónir dollara.

Verði tilboðinu tekið munu Fertitta bræðurnir hverfa á brott. Tveir kaupendanna vilja að Dana White starfi áfram þó hann selji sinn hlut. Hann mun fá 325 milljónir dollara fyrir sinn 9% hlut.

William Morris Endeavor Agency og The Dalian Wanda Group eru saman að bjóða í UFC en talið er að hæsta boðið komi frá þeim. Ríkasti maður Kína, Wang Jianlin, er stjórnarformaður Dalian Wanda Group.

Verði af sölunni mun það verða tilkynnt vikuna fyrir UFC 200 í sumar. Heimildir Botter herma að UFC mun haldast í sömu mynd til að byrja með og verða engar stórvægilegar breytingar. Þeir Joe Silva og Sean Shelby munu áfram raða saman bardögunum og munu engar stórar breytingar eiga sér stað á starfsfólkinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular