spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSantiago Ponzinibbio bíður enn eftir Rafael dos Anjos

Santiago Ponzinibbio bíður enn eftir Rafael dos Anjos

Santiago Ponzinibbio bíður nú eftir að fá sinn næsta bardaga. Ponzinibbio hefur margoft óskað eftir bardaga við Rafael dos Anjos en sá brasilíski hefur ekki enn samþykkt.

Á síðustu vikum hafa nokkrir topp bardagamenn í veltivigtinni fengið bardaga. Gunnar Nelson mætir Leon Edwards, Darren Till mætir Jorge Masvidal, meistarinn Tyron Woodley mætir Kamaru Usman og Stephen Thompson mun óvænt mæta Anthony Pettis. Eftir allar þessar bókanir situr einn maður eftir með sárt ennið – Santiago Ponzinibbio.

Að sögn Stephen Thompson var Ponzinibbio boðið að berjast við sig en sá Argentínski hafnaði því. Ponzinibbio virðist enn vera harður á því að mæta Rafael dos Anjos og hefur lengi verið að eltast við hann. Ponzinibbio sigraði síðast Neil Magny í nóvember á heimavelli og hefur unnið sjö bardaga í röð.

„Ég trúi því að þessi bardagi muni fara fram. Það eina sem getur komið í veg fyrir bardagann er ef hann hafnar því. Hann segist samþykkja þetta á Twitter en samningurinn hefur ekki enn komið frá UFC. Hann segir eitt á Twitter en í sannleika sagt held ég að hann vilji ekki berjast við mig. Hann er hræddur. Það fær mig til að langa enn meira að vinna hann af því hann segist vera til en hafnar því svo þegar UFC talar við hann. Það pirrar mig að hann skuli segja eitt en haga sér á annan hátt á samfélagsmiðlum. Sjáum til hvort hann samþykkir að berjast eða ekki. Held að það sé nokkuð ljóst að hann sé hræddur við mig,“ sagði Ponzinibbio við MMA Fighting.

Dos Anjos hefur tapað tveimur bardögum í röð gegn Colby Covington og Kamaru Usman eftir að hafa unnið fyrstu þrjá bardagana sína í veltivigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular