spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSean O´Malley: Ég vann þennan bardaga (myndband)

Sean O´Malley: Ég vann þennan bardaga (myndband)

Fyrrverandi UFC bantamvigtarmeistarinn Sean O´Malley sem missti beltið sitt til Merab Dvalishvili á dögunum heldur því fram að hann hafi átt að fá dæmdan sigurinn í sitt horn. Þessu greinir hann frá í myndbandi á youtube síðu sinni þar sem hann horfir á bardagann ásamt þjálfara sínum, Tim Welch, og tveimur vinum.

Ef maður rýnir í spjöld dómara gefa þau mynd af nokkuð öruggum sigri Merabs. Mike Bell gefur Sean aðeins eina lotu, þá fimmtu, á meðan hinir tveir gefa Sean 3. og 5. lotu. Sean sjálfur vill þó meina að hann hafi einnig tekið 1. lotu.

Sean hefur beðið UFC um að gefa bardagann út frítt á youtube og vill að fólk slökkvi á hljóðinu og dæmi bardagann fyrir sjálft sig. Hann bað fólk að hafa “damage” eða skaða í huga og spurði hvort fólk vildi frekar taka eitt þungt vinstrihandarhögg frá honum á fótunum eða sjö “tickles to the pickle” frá Merab, kitl í súru gúrkuna í beinni þýðingu.

Merab mætir líkalega Umar Nurmagomedov næst fyrir sína fyrstu titilvörn en Sean O´Malley er á leiðinni í aðgerð á mjöðm 3. október vegna meiðsla sem hann varð fyrir í undirbúningi bardagans og gæti verið frá í 6 mánuði til ár. Hann sagði sjálfur að hann muni vonandi snúa tilbaka í júní eða júlí.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular