spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSean O'Malley klárar USADA bannið í febrúar

Sean O’Malley klárar USADA bannið í febrúar

USADA hefur loksins afgreitt mál Sean O’Malley. Eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í annað sinn verður hann laus allra mála þann 6. febrúar.

Sean O’Malley er spennandi og skemmtilegur bardagamaður hjá UFC en hefur ekki barist síðan í mars 2018. O’Malley átti að mæta Jose Alberto Quinonez í október 2018 en skömmu fyrir bardagann féll hann á lyfjaprófi. Ostarine fannst í lyfjaprófinu hans en O’Malley fékk bara sex mánaða bann þar sem talið var að efnið hefði komið úr menguðu fæðubótarefni.

O’Malley átti síðan að snúa aftur síðasta sumar gegn Marlon Vera en aftur var hann dreginn úr bardaganum þar sem ostarine fannst í lyfjaprófinu hans.

O’Malley fylgdist vel með fæðubótarefnunum sínum sem hann var að taka, hélt matardagbók og gekkst undir fleiri lyfjapróf til að komast að því hvaðan efnið væri að koma. Niðurstaða USADA var sú að O’Malley hefði ekki viljandi tekið inn efnið. Aftur náði O’Malley að sýna að ólöglega efnið hefði komið úr fæðubótarefni.

O’Malley fékk því sex mánaða bann sem nær frá 6. ágúst 2019. Hann getur því snúið aftur í keppni 6. febrúar. UFC hefur þegar bókað O’Malley í næsta bardaga en O’Malley mætir Jose Alberto Quinonez á UFC 248 þann 7. mars.

Tveggja ára fjarvera hans á búrinu virðist því vera á enda.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular