spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSean Strickland fór ílla með áhrifavald 

Sean Strickland fór ílla með áhrifavald 

Myndband af Sean Strickland sparra við áhrifavaldinn Sneako gengur núna um veraldarvefinn. Sean Strickland var ekki á því að leyfa honum að sleppa auðveldlega úr búrinu, en hornið hans Sneako þurfti að kasta inn handklæðinu oftar en einu sinni til að stöðva bardagann. Í kjölfarið af þessu eru Strickland og Jake Paul komnir í hár saman

Instagram áhrifavaldurinn og streymarinn Sneako skoraði á Sean Strickland í MMA bardaga, tækifæri sem Strickland lét ekki framhjá sér fara. Sneako hefur verið að skora á mann og annan undanfarið og það er svosem ekkert kraftaverk að hann hafi allt í einu verið kominn inn í búrið með Strickland. 

Bardagann má sjá hér – Vel gert hjá Forest Griffin að stíga inn í:

https://www.youtube.com/watch?v=5ZVKXdTBDFo

Þetta varð til þess að Jake Paul tók upp hanskann fyrir Sneako og skoraði á Sean Strickland í box sparr fyrir framan myndavélar. Þar að auki myndi Jake Paul borga Strickland eina milljón dollara ef Strickland vinnur, en hinsvegar ef hann tapar þarf hann að fá sér Betr tattoo. Strickland samþykkti upprunalega að mæta Jake Paul, en sagði svo seinna að hann myndi hafa meira gaman af því að mæta honum einn á móti einum út í eyðimörk fyrir framan engann.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular