Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxAnnar dagur vor Bikarmótsins fór fram í WCBA. 

Annar dagur vor Bikarmótsins fór fram í WCBA. 

WCBA hélt annan dag vor bikarmóts HNÍ, en venjan er sú að hnefaleikaklúbbarnir skiptist á að halda mótið. 9 bardagar fóru fram þennan dag og mátti sjá nokkra kappa sem ekki fengu að spreyta sig á fyrsta degi í bland við endurleiki frá fyrsta degi. Flestir bardagarnir eru komnir á YouTube á rás Fimmtu Lotunnar. 

Pawel Zmiejko stoppaði Alex Orra

Pawel sýndi frábæra takta gegn Alex og tókst snemma að taka yfir bardagann, lenda góðum höggum og stjórna hringnum. Alexi tókst að svara fyrir sig hvað best þegar hann var kominn alveg upp við reipin og orðinn örvæntingafullur. Dómarinn sá sig knúinn til þess að telja yfir Alex strax í fyrstu lotu sem sló tóninn fyrir bradagann. En í 3 lotu hafði dómarinn séð nóg og veifaði bardagann af, þó fyrr mæti vera. 

William Thor Ragnarson hefur átt frábært mót

William Thor (WCBA) mætti Eric Salinas frá GFR og má segja að William hafi verið öryggið upp málað allan tímann. William hreyfði sig ótrúlega vel i bardaganum og átti Eric erfitt með að finna hann með höggum og að halda við hátt tempó. Niðurstaðan var einróma dómara úrskurður til William sem hefur átt hrikalega gott mót og sigraði hann Marek Sobota, liðsfélaga Eric, á fyrsta degi mótsins. 

Benedikt Gylfi búinn að finna lausnina á Eyþóri

Benedikt Gylfi, frá Hnefaleikafélagi Hafnafjarðar, lék aftur á móti Eyþóri Sturlu og sótti sigurinn. Þeir mættust einnig á fyrsta degi mótsins þar sem að Benedikt sigraði Eyþór eftir mjög erfiðan bardaga. Þeir félagar hafa núna mæst í þrígang með mjög stuttu millibili. Benedikt byrjaði hægar en Eyþór og af áhorfendum að dæma vann Eyþór fyrstu lotu með árasagyrni og ákveðni að vopni. En frá og með annari lotu tók Benedikt yfir bardagann og lét Eyþór slá vindinn með gríðarlega góðum hreyfingum og hitti vel sjálfur með vel tímasettum höggum.

Mótið er komið inn á YouTube, en vegna tæknilegra vændkvæða vantar 2 bardaga af mótinu.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular